Hversu lengi á kynlífið að vara?

Kynlíf þarf ekki að taka langan tíma. Flestir eru á …
Kynlíf þarf ekki að taka langan tíma. Flestir eru á svipuðu róli hvað lengd kynlífs varðar. mbl.is/Colurbox

Það er engin föst tala um hversu lengi kynlíf á að vara. Hins vegar hafa verið gerðar rannsóknir til þess að áætla ásættanleg viðmið.

Í rannsókn frá 2005 sem birtist í Journal of Sexual Medicine komust kynlífsráðgjafar að þeirri niðurstöðu að kynlíf (penetrative vaginal sex) sem varði í 1-2 mínútur væri of stutt og kynlíf sem varði í 10-30 mínútur væri of langt. Ásættanleg lengd væri því um 3-7 mínútur og mjög gott kynlíf varði upp í 7-13 mínútur.

Erfitt er að safna saman upplýsingum um lengd kynlífs hjá fólki, sérstaklega þar sem skilgreina má kynlíf á svo fjölbreyttan hátt. Sumir telja bara með innsetningu á meðan aðrir gera það ekki. Enda fá ekki allar konur fullnægingu í gegnum leggöng.

Í rannsókn tímaritsins GQ vildu viðmælendur meina að hæfileg lengd kynlífs skiptist í 10-15 mínútna forleik og 5-10 mínútna samfarir.

Flestir vildu að kynlífið þeirra varði lengur og allir sem voru spurðir fannst þeirra kynlíf vera í styttra lagi. En sannleikurinn var sá að kynlíf þeirra allra var á mjög svipuðu róli og almennt þykir venjulegt.

Niðurstöður leiddu því í ljós að allir voru óöruggir um kynlífið sitt en sannleikurinn er hins vegar sá að kynlíf tekur í rauninni ekki eins langan tíma og mýturnar segja. Mikilvægast sé að fólk sé sátt við kynlífið sitt.

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál