Vill slíta sambandinu en á erfitt með það því makinn er svo indæll

Unsplash/Gabriel Ponton

Kona á fertugsaldri hefur verið í sambandi með maka sínum í fimm ár. Henni líkar þó ekki ólík sýn þeirra á lífið og telur að þau þurfi að slíta sambandinu. Hún á þó erfitt með að taka af skarið og finna réttu leiðina til að slíta sambandinu. Hún leitar því á ráð sérfræðings.

Ég er á fertugsaldri og á í erfiðleikum með að slíta sambandi mínu til fimm ára. Makinn minn er góður, ástúðlegur og tilfinningalega opinn, en ég hef miklar efasemdir um að við pössum saman. Ég er að kaupa mína eigin íbúð, sem er mjög streituvaldandi, á meðan hann býr án nokkurrar ábyrgðar enn heima hjá foreldrum sínum. Við stöndum ekki frammi fyrir sömu áskorunum eða venjum. Ég vinn níu til fimm vinnu á meðan hann svífur á milli duttlungafullra og slitróttra verkefna og eyðir öllum þeim krónum sem hann fær í hljómplötur. Hann mun ekki taka því vel að mér finnist erfitt að samræma ólíka lífshætti okkar.

Mér finnst ég vera föst í þessum aðstæðum, en ég vil ekki særa einhvern jafn góðviljaðan og hann er. Hann er yndislegur maður en ég sé að við pössum ekki vel saman til lengri tíma litið. Ég hef áhyggjur af því að ég haldi í hann sem vin. Hann vill ekki að við hættum saman en hvetur mig til þess að slíta sambandinu. Þetta spilar á sektarkennd mína, sem og ótta minn við að gefast upp á okkur og finna einhvern nýjan. Eitthvað verður að breytast. Ég virðist bara ekki finna réttu orðin eða leiðina til að taka af skarið.

Svar sérfræðingsins:

Ég veit að það er ótrúlega pirrandi þegar einhver svara vandamáli með spurningu. Ég verð þó að byrja á því að spyrja hvað laðaði þig að þessum indæla, ástúðlega og tilfinningalega opna slugsa til að byrja með? Gremja þín varðandi ósamræmið á milli lífshátta ykkar er bersýnileg. Ég er bara forvitin um hvort aðstæður maka þíns hafi breyst síðan þið kynntust og hvort þið hafið einhvern tímann íhugað að búa saman.

Í byrjun sambands höldum við oft að við getum breytt einhverjum. Með tímanum gerum við okkur hins vegar grein fyrir því að manneskjan mun aldrei breytast. Kannaðu hvað það er sem hefur haldið þér í sambandinu í fimm ár, frekar en að gagnrýna val hans. Hvers vegna féllst þú fyrir manneskju sem er ólíkleg til að finna sér fasta vinnu? Hér er eitthvað undirliggjandi sem þú ert ómeðvituð um. Kannski hefur það eitthvað að gera með fjölskylduna þína að gera eða vandamál með nánd. Ég velti því fyrir mér hvort þú hafir áður upplifað erfiða reynslu varðandi sambandsslit.

Ef þú ert ákveðin í því að slíta sambandinu, skaltu velja hlutlaust umhverfi til þess. Segðu honum að þú skiljir við góðar minningar um gott og ástríkt samband en þú hafir lagt of mikið af mörkum hvað varðar áskoranir ykkar sem par. Segðu síðan að þú sjáir enga framtíð og viljir ekki að hann geri sér einhverjar vonir um að þið náið saman aftur.

Ég skynja þó tvíræðni í bréfi þínu og aðstæður eins og þínar skapast oft vegna þess að annar aðilinn sendi út misvísandi skilaboð. Þú hefur þegar rætt þetta við hann. Hvers vegna er honum ekki ljóst að þú viljir ekki halda sambandinu áfram? Mér leikur forvitni á að vita hvaða hluti af þér vill ekki vera nógu skýr. Kannski nýturðu enn athyglinnar eða hann eykur sjálfstraust þitt.

Hver sú sem ástæðan er þá verður þú að vera skýr við hann hvað það er sem þú vilt. Það hljómar þó eins og þú sért í sambandi með góðum manni, hann gæti komið þér á óvart.

Guardian

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál