Bogmaðurinn: Á frábæru ferðalagi

Elsku Bogmaðurinn minn, það er svo sannarlega hægt að segja að þetta ár hafi verið merkilegt hjá þér. Og ótrúlega margt verið að gerast þrátt fyrir ástandið í alheiminum. Þú ert svo mikill vinnumaður og það er jú oft sagt að vinnan göfgi manninn.

Kannski er það þess vegna sem mér finnst ég alltaf vera að hitta Bogmenn, þeir eru bara alstaðar. Og ég er viss um að það eru fleiri Bogmenn fæddir hér á Íslandi en í nokkru öðru merki, eða kannski eruð þið bara svo heillandi að ég tek betur eftir ykkur en öðrum.

Þú ert svo skapsterkur, en ekki skapvondur og það er svo mikilvægt fyrir þig að fá útrás. Annars safnarðu upp reiðinni og þá gýstu eins og Vesúvíus, og það fer svo í taugarnar á þér.

Ekki gefa dramanu að borða og útilokaðu það eins og þú mögulega getur. En það er bara undantekningin sem sannar regluna að þið séuð með eitthvert drama. Þar sem þú þolir ekki að festast í sömu sporunum, þá skaltu ekki gagnrýna sjálfan þig þótt þú viljir breytingar. Því stöðnun er eitur í þínum beinum og hún fær þig til að fara hægar í þessu frábæra ferðalagi sem er núna.

Það er lífsnauðsynlegt fyrir þig að skrifa það niður eða að setja þér fyrir verkefni um það sem þú vilt að gerist á næstu mánuðum, því þú elskar það að hlakka til. Það sem skiptir líka máli er að þú getir séð þér fært að gefa þér einhver verðlaun fyrir það sem þú ætlar að taka þér fyrir hendur. Því í þér býr svo mikil keppnispersóna og þú fyllist svo miklum eldmóði þegar þú setur þér markmið. Og þó að eitthvað af þessu verði ekki að veruleika, þá skiptir það engu máli því að með þessu hefurðu fyllt á bensíntankinn þinn. Túrkís er steinninn þinn sem táknar ást og velgengni og sá tími er að banka. Ég dreg eitt spil til þín með þessari setningu: „Örlögin benda eina leið, framtíðin er frábær, jafn skemmtileg og Skólavörðustígurinn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál