Nautið: Að muna drauma sína

Elsku Nautið mitt, það er sko ýmislegt að gerast í þínu heilabúi þessa dagana og það er uppreisnarandi yfir þér. Þú stígur upp pollrólegur gagnvart því óréttlæti sem þér finnst rigna yfir. Þú færð þá tilfinningu að ekkert sé þér ofviða í þessum málum. Og þú kemur sjálfum þér svo mikið á óvart hversu miklum styrkleika þú býrð yfir þegar þú þarft að sýna hornin.

Þú talar hreint út við alla og það er eins og sannleikurinn komi til þín úr ótrúlegustu áttum. Einhver segir þér eitthvað sem skiptir máli, þú lest eitthvað merkilegt sem bankar í þig. Eða þig hreinlega bara dreymir fyrir því sem koma skal og það er mikilvægt að kalla á draumana sína. Svo áður en þú ferð að sofa skaltu biðja um að muna draumana þína þegar þú vaknar. Ekki láta klukku vekja þig, eða annað sem fær þig til að hrökkva við, því þá hverfa draumsýnirnar.

Þessir haustmánuðir sýna þér svo vel hversu næm manneskja þú ert og að þú búir yfir spádómsgáfu. Meira að segja fótboltamenn þurfa að hafa þessar gáfur, því ekki geta þeir séð leikinn fyrirfram, þetta á reyndar við alla íþróttamenn sem ná langt og líka hina.
Það er líka gaman að segja þér að blómið þitt eða blóm Nautsins er rósaþyrnir. Og að sjálfsögðu er engin rós án þyrna, sem þýðir bara fyrir þig að lífið er jin og jang, því annars kanntu ekkert að meta.

Það getur orðið uppgjör í ástinni hjá einhverjum í þessu merki, en þá er líka búið að reyna allt sem mögulega er hægt og tími kominn til að snúa sér að öðrum hlutum í lífinu. En á móti kemur að ástin er líka að koma inn hjá þeim sem búast svo sannarlega ekki við henni. Það sem tengist ástinni, hvort sem það eru endalok eða upphaf, mun gefa þér mikla gæfu, þótt þú sjáir það ekki strax.

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál