Nautið: Þú þráir ástina

Elsku Nautið mitt,

þú ert svo glitrandi og góð manneskja. Þú hefur ástríður fyrir því að senda öðrum hlýju, enda er ástrarplánetan Venus þín. Einn dagur á Venus er eins og um það bil 250 dagar á Jörðinni. Hún snýst mjög hægt og þetta gerir það af verkum að þú þarft að vernda þig og að umlykja þig þeirri fegurð sem þú hefur yfir að bera. Þú ert traustur fram úr hófi og ætlar þér að sjálfsögðu bara einn maka til endiloka. Þú átt svo erfitt með að slíta því sem þú hefur byggt upp vegna þess að alveg eins og að Venus snýst afturábak svo tengdur ert þú fortíðinni þinni. Þú ert sá sem hugsar mest um að fjölskylduna og vinina skorti ekkert og líði sem best.

Á þessum sérkennilegu tímum sem þú lifir á virðist allt vera á ógnarhraða. Ég er einhvernveginn sannfærð um að tíminn hreyfist hraðar en hann gerði. En ekki vera svona mikið í því að horfa til fortíðar eða að líta tilbaka. Því það stöðvar framþróun þína. Það er ein fræg persóna í Nautsmerkinu sem segir alltaf við sig á hverjum degi: Það er allt eins og það á að vera (Ellý Ármanns). Þú ert búinn að fara í gegnum svo marga erfiða skafla og hindranir, en það er nákvæmlega það sem gerir þig svona sterka eins og þú ert núna. Þegar þú hefur áttað þig á þig á því að þú átt ekki að frysta allt í kringum þig og að hafa það í sama horfi því þú ræður þínum örlögum og að Guð býr í þér.  Þá tengirðu þig við töframáttinn sem þú ríkulega hefur og býrð yfir og getur því breytt hinum gráa degi í glæsilega stund.

Ef þú ert að þrá ástina, þá er leiðin að því að elska sjálfan sig það mikið að þú þurfir engan annan en þig, þá fyrst byrjar lífið og ástin að gerast.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál