Nautið: Sannleikurinn kemur í ljós

Elsku Nautið mitt,

það er að skila sér margfalt til baka hvernig þú hefur staðið að ýmsum málum og manneskjum. Dugnaður þinn og góðsemi gefur þér gott karma og þú ert að uppskera eins og þú ert búið að sá. Að sjálfsögðu hefur verið margt sem hefur heltekið huga þinn, en með því að sýna þessa fallega auðmýkt og horfa frekar á það sem gleði þér gefur og sleppa hinu, gefur þér einhvers konar lottóvinning í lífinu. Þú ert að setja upp svo góðar varnir og skel í kringum þig, svo voðalega fátt mun nísta hjarta þitt. Ef þér finnst þú yfirstígir ekki eitthvað og hafir ekki kraft til þess, þá skaltu skoða mataræði þitt og þá rútínu sem þú setur þér.

Margt smátt gerir eitt stórt og þú ferð að skilja það betur að þú getur stólað á sjálfa þig og að þú ert sterkur einstaklingur. Ekki efast í eina mínútu á þann mátt sem þú hefur, því þú hefur rutt brautina fyrir svo marga með þinni einskæru hjartagæsku. Þú þarft að hafa algjöran frið til að efla orkuna þína. Því eins mikil félagsvera og þú ert þá blundar einnig í þér hellisbúinn. Það verður sanngirni í kringum þig og ef þú ert að leita að sannleikanum, þá kemur hann í ljós.

Þú vekur mikla athygli hvort sem þú vilt það eða ekki og fólki í kringum þig finnst þú hafir breyst, og það er rétt. Þú munt vinna þér inn sigra á því sem þú ert að gera. Þú færð þá viðurkenningu sem þú átt skilið og þú geislar eins og sólin.

Þar sem Venus er þín pláneta og hún er sérstaklega öflug í afstöðu næstu 35 daga samkvæmt austurlenskri stjörnuspeki, þá með kærleikanum og ástinni sigrarðu allt.

Knús og kossar,

Sigga Kling.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál