Nautið: Þú ert enginn aukaleikari í lífinu

Elsku Nautið mitt,

hjartað í þér er að stækka og þú finnur jafnvel að þú sért að breytast. Að þú sért að fá sterkari karaktereinkenni, eitthvað sem þú hefur óskað þér að bera.

Þú fórst inn í þessa blessuðu tíma í kringum nýja tunglið sem var þann 28. júlí og það verður ansi fátt sem getur tekið þig niður vegna þessa. En ef þú ert í stríði í sambandi við heilsu eða huga, þá þarft þú að finna þér nýjar leiðir til þess að verða heill á ný, því þessi gamla er ekki að duga. Farðu eftir tilfinningunum þínum, því þær tala við þig. Skiptu um lækni ef þér finnst ekkert hafa áunnist. Það er uppskerutími og það er af nógu að taka.

Lífið er að færa þér dásemdar lystisemdir, það er verið að laga allt til hjá þér. Alls ekki hugsa aftur í tímann hvenær eitthvað var ömurlegt og heldur ekki fram í tímann, sérstaklega ekki ef þú heldur að eitthvað muni „crasha“.

Þú ert svo sérstaklega að taka eftir lífinu, þú heyrir svo margt sem hressir þig við og þú tekur það inn í hjartarótina þína. Þú slítur þig lausan frá þeim sem ekki vilja sjá frelsi þitt og það gætir verið uppreisn af einhverjum toga hjá okkur yngri Nautunum, en það er partur af þroskaferli.

Þú átt eftir að finna að þú hefur þann sjálfsaga sem þig vantar. Og um leið og þú tekur eftir því þá þarftu svo lítið að biðja um hjálp, er ekki frábært að þú sért alveg nóg? Það er svo mikilvægt að sætta sig við það sem maður getur ekki breytt og að hætta þá að hamast í því. Það er lykilatriði í þessu dásamlega tímabili sem mun skreyta hjarta þitt og sálu.

Þú færð viðurkenningu, verðlaun eða eitthvað óvænt gerist sem hjálpar þér áfram til þess að sjá og að vita að þetta líf er bíómynd og þú ert með aðalhlutverkið því þér fer ekki að vera aukaleikari.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál