Meyjan: Sigrar vandamálin

Elsku Meyjan mín, lífið hefur verið svo allskonar núna undanfarið. Þú hefur fundið gleði fara réttan veg að þér finnst, svo er allt búið að vera ómögulegt og ekkert að ganga upp næsta augnablikið. Þetta er algengt hjá þér þegar hausta tekur því þá ertu að byrja í nýrri orku til að jafnvel gefa þér aðrar gjafir sem þú átt að skoða vel. Það er verið að senda þér möguleika á nýjum leiðum og vitund Alheimsins er stöðugt að spá í hvernig hún geti létt þér lífið.

Þú átt eftir að sigrast á þeim vandamálum sem þú hefur tilfinningu fyrir að séu að stoppa þig. Og allt þetta er spurning um hvaða afstöðu þú tekur til þeirra hindrana sem þér finnast vera að hefta þig. Ég segi þér: Taktu þessu létt, það er verið að leiða þig áfram á betri braut. Þú munt breyta svo mörgu í mynstrinu þínu og vanafestu, og meira og minna er allt okkar líf er bara vani. Við gerum það sama á morgnana, burstum tennurnar, drekkum sama kaffið eða sama sjeikinn og hittum sama fólkið.

En núna ertu að brjóta upp vissan vana og að herða þig upp til þess að sjá hversu mögnuð manneskja býr í þinni sál. Þú þarft ekki að hafa hlutina 100%, það er líka svo drulluleiðinlegt. Svo sáldraðu bara svolitlu kæruleysi út í kaffið þitt eða sjeikinn, þannig raðast allt rétt upp.

Ef þú ert reið við eða út í einhvern, mundu þá að það er sterk tilfinning sem brýtur þig bara niður. Hugsaðu þá eins og þolinmóð amma sem fyrirgefur barnabörnunum sínum allt. Þú skalt biðja um æðruleysi og finna það hjá þér hverju þú getur breytt með góðu eða hverju þú átt bara að sleppa.

Þú ert ekki búin að vera að gera nein mistök elskan mín. Thomas Alva Edison gerði 4990 tilraunir áður en ljósaperan varð til. Svo þegar þú hefur á tilfinningunni að eitthvað sé ekki að ganga upp, skaltu bara halda áfram, því þú ert á hárréttri leið að draumunum þínum. Það reddast allt sem tengist peningamálunum þínum, eins og vanalega, og ef þú opna fyrir ástarorkuna þína, skaltu bara gera það með kærleik, þá klikkar það ekki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál