Nóvemberspá Siggu Kling er lent!

Nóvemberspá Siggu Kling er lent!
Nóvemberspá Siggu Kling er lent! mbl.is/Marta María

Spákonan Sigga Kling veit það sem við hin vitum ekki. Nú hefur hún rýnt í spilin fyrir nóvembermánuð. Það eru spennandi tímar fram undan hjá mörgum stjörnumerkjanna í nóvember, en einhver þurfa þó að hafa sig hæg og taka bara eitt skref í einu. 

Einhverjir verða heppnir í fjármálum í mánuðinum en aðrir verða fyrir skakkaföllum. Það gerir þó ekkert til því Sigga Kling er með svör á reiðum höndum. Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira. 

Elsku Vogin mín, þín dásamlega pláneta er ástarplánetan mikla Venus, því ástin skiptir þig svo miklu máli. Þú hefur svo mikla útgeislun, glæsileika og fegurð og það er náttúrulega vegna þess að þú ert barn Venusar.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira

Elsku Sporðdrekinn minn, þar sem Plútó er þín pláneta. Það sem til dæmis einkennir hana er að hún er lengst frá sólinni. Svo þú þarft að hafa kjarkinn og hugrekkið og vera á verði gagnvart því þegar þér finnst vera myrkur í lífi þínu. Þú þarft að þekkja sál þína og huga svo vel að og sætta þig við þótt þú hafir lent í undarlegustu aðstæðum.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira

Elsku Bogmaðurinn minn, þú hinn dásamlega heppni og ótrúlega dýrðlegi persónuleiki. Þú ert svo gefandi sem er að hluta til vegna þess að sú yndislega pláneta Júpíter tengir við gott gengi og gefur þér vernd. Ef þú skynjar óheppni og tapar einhverju sökum fljótfærni eða hvatvísi, þá færðu bara upp í hendurnar eitthvað annað og betra í staðinn.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira

Elsku Steingeitin mín, í þér býr hagsýni og hörkudugnaður. Það er svo sannarlega hægt að segja þú sért salt jarðar og stálheiðarleg. Þú lýkur alltaf þeirri vinnu sem þú lofar að vinna og í þér er ekki til að gefast upp eða að gefa eftir. Þú gengur sterk upp fjallið af þolinmæði og nákvæmni, þangað til að þú nærð þínum árangri. Fjölskyldan og trygglyndi til þeirra sem hjarta þínu eru næst er það sem þú virkilega stendur fyrir. Þitt ofurþrjóska eðli býður ekki upp á að þú játir að þú hafir rangt fyrir þér, þótt þú vitir það alveg upp á hár þú ættir að gera það.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira

Elsku Vatnsberinn minn, í þér býr villingur sem getur hrist upp í hlutunum og umsnúið þeim reglum sem „venjulegt“ fólk gefur sér að séu réttar. Úranus, hin stórskemmtilega pláneta er þín, sem tengir að þú átt auðveldara en aðrir með að breyta hlutunum og hafa óvenjulegan stíl, og núna verður þú óstöðvandi.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira

Elsku Fiskurinn minn, öll þau áföll, ergelsi og leiðindi sem þú hefur verið að ganga í gegnum hefur þú kallað á eða þau verið send þér til þess þú sjáir inn í nýja vídd. Til þess eins að þú vitir hvað skiptir máli og hvað er einskyns nýtt.

Alveg fram til 17. nóvember færð þú í hendurnar góða orku og gott afl til þess að leysa lífið með gleði og frið. Því þegar þú blandar saman frið og gleði, þá uppskerðu og færð góða líðan.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira

Elsku Hrúturinn minn, þú ert stórkostlegur og fjörugur karakter með hjarta úr gulli. En á móti geturðu verið of krefjandi og uppstökkur þegar þú vilt ýta við hlutunum og að allt gangi nákvæmlega eins og þú vilt hafa það.

En þú ert miklu sneggri til sátta og skilur eiginlega ekki af hverju fólk tekur það nærri sér þegar þú byrstir þig. Þú hefur mikla réttlætiskennd, en aðallega þannig að þú hafir rétt fyrir þér. En þá geturðu tekið rangar ákvarðanir sem koma þér í stökustu vandræði. En í hjarta þínu hefur þú líka yfir að búa þessa ofurmjúku manneskju og getur fengið svo erfiða líðan þegar þú ert misskilinn.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira

Elsku Meyjan mín, lífið hefur verið svo alls konar núna undanfarið. Þú hefur fundið gleði fara réttan veg að þér finnst, svo er allt búið að vera ómögulegt og ekkert að ganga upp næsta augnablikið. Þetta er algengt hjá þér þegar hausta tekur því þá ertu að byrja í nýrri orku til að jafnvel gefa þér aðrar gjafir sem þú átt að skoða vel. Það er verið að senda þér möguleika á nýjum leiðum og vitund Alheimsins er stöðugt að spá í hvernig hún geti létt þér lífið.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira

Elsku Nautið mitt, leiðindaumræður og slúður hafa verið að særa sálina þína. Hvort sem það tengist þér, þínum eða þínu nærumhverfi. Þú hefur reynt að vera þolinmóður gagnvart þeim persónum sem hafa minni kjark og dugnað en þú. Þú ert sá karakter sem montar sig ekki af góðverkunum sem þú gerir og þetta kallast að vera stór persónuleiki. 

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira

Elsku Tví­bur­inn minn, það sem ein­kenn­ir þig mest er þitt ein­staka gáfnafar og húm­or. Þér finnst svo gam­an að bregða á leik og að skapa æv­in­týri í öll­um lit­um. Þú get­ur haldið heilu veisl­un­um uppi, en átt það líka al­veg til að sleppa því bara að mæta. Þér finnst sjálf­um þú vera óút­reikn­an­leg­ur, en í því er líka fólgið að þú hef­ur ein­staka lista­manns­hæfi­leika.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira

Elsku Krabbinn minn, ef þú tekur ekki áhættu í lífinu, þá bara gerist ekki neitt.  Þú getur teiknað fyrir þig lífið sem beina línu, svo auðvelt og öruggt. En ef þú þarft ekki að setja neinn kraft eða hafa skoðun á neinu eða neinum, þá ertu bara það sem ég kalla fylgjandi eða follower, eins og það kallast á samfélagsmiðlunum.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira

Elsku Ljónið mitt, það er búinn að vera mikill titringur í kringum þig. Þú þarft að taka þá sterku ákvörðun að velja og hafna og þú þarft að velja það sem gefur betri líðan í hjartað. Því að betri líðan er það eina sem við öll eigum sameiginlegt að vilja. En í því öllu þarftu að hafa áskoranir til þess að keppa og vinna að. Þær þurfa ekki að vera stórar, en  verða samt að vera einhverjar. Það eru líka alveg tær skilaboð um að þú mátt alls ekki umgangast þá sem brjóta niður varnirnar þínar. Þeir sem anda að þér dökkri orku sem þú, eins opinn og þú ert, tekur við.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira

mbl.is
Loka