Kynlífsráð fyrir hvert stjörnumerki

Samsett mynd

Flest erum við forvitin um hvað stjörnuspáin hefur að segja og vonum að peningar, ást, rómantík og lystisemdir séu handan hornsins. Hvert stjörnumerki hefur sína ríkjandi plánetu, orkustein, lit, karaktereinkenni og án efa uppáhalds lag, kvikmynd og ísbragð og getur sagt okkur allt um hver við erum og hvert við stefnum. 

Sjáðu nú hvað stjörnumerkið segir um þig sem kynlífsveru og hvað þú getur gert til að krydda upp samlífið.

Fjögurra mínútna forleikur (Hrútur 22.mars – 19. apríl)

Hrútar eru óþolinmóðir en ástríðufullir. Sérfræðingar mæla með að stilla tímamæli og skiptast á að þóknast hvort öðru í þessar fjórar eldheitu mínútur. „Fjórar mínútur af forleik geta verið gagnlegar þar sem sá tími gefur báðum aðilum tíma til þess að örvast og getur sömuleiðis hjálpað til við að draga úr hættu á ótímabæru sáðláti.“

Ljósmynd/Marcelo Leal

Kókoshnetu–áskorunin (Naut 20. apríl – 20. maí)

Nautinu er stjórnað af Venus, plánetu ástar og tónlistar og það elskar snertingu. Þeir sem eru fæddir á tímabili nautsins eru hvattir til að prófa „kókoshnetu–áskorunina.“ Það er tækni þar sem þú skrifar út orðið kókoshneta með mjöðmunum á meðan kynlífinu stendur og á það að veita maka þínum hámarksánægju út frá krafti taktsins. 

Tijana Drndarski

Coregasm (Tvíburi 21. maí – 21. júní) 

Tvíburinn er uppátækjasamur, atorkumikill og forvitinn með að prófa eitthvað nýtt. Coregasm er fullnæging sem stafar af því að stunda líkamsrækt á við teygjur, jóga og Pilates, enda hjálpa slíkar æfingar til við að örva miðsvæðið og geta því leitt til ákafari fullnæginga. Tvíburinn elskar sömuleiðis að slá tvær flugur í einu höggi og að ná góðri æfingu og fullnægingu er þrusu árangur fyrir tvíburann. 

Tantra kynlíf (Krabbi 21. júní – 22. júlí) 

Krabbinn vill vera eins nálægt maka sínum og mögulegt er; líkamlega, andlega og tilfinningalega. Það hentar honum því vel að kynna sér hina fornu kynlífstækni tantra. „Tantrískt kynlíf er ástand kynferðislegrar hugleiðslu þar sem makar eru hvattir til að kanna dýpstu tilfinningar sínar á meðan kynlífinu stendur,“ segir Stone, kynlífs- og sambandssérfræðingur. 

Hönd yfir kvið (Ljón 23. júlí – 22. ágúst)

Ljónið er eldmerki og þrífst best í eldheitum og ástríðufullum aðstæðum. „G–bletturinn er staðsettur á framvegg legganga og allur þrýstingur sem berst á þetta svæði, að utan, hjálpar til við að örva taugaenda og auka ánægju fyrir konuna. Til þess skal nota fingurgómana og þrýsta varlega niður í „komdu hingað“ hreyfingu.

Að skipuleggja kynlíf (Meyja 23. ágúst – 22. september)

Meyjan elskar skipulag, fast form og niðurröðun. Fyrir hana getur verið mjög eggjandi að skipuleggja kynlífið þar sem það sýnir fram á skuldbindingu í sambandinu og getur bætt samskipti og fyrir fram tryggt gæðastund. 

Nudd og önnur snerting (Vogin 23. september – 22. október)

Vogin er afar rómantísk en oft á tíðum óviss með það sem kveikir í henni. Það getur verið erfitt fyrir vogina að vita nákvæmlega hvað henni líkar í svefnherberginu og því getur snerting á við nudd hjálpað til við að auka nánd og tengsl á milli maka. Það getur einnig dregið úr frammistöðukvíða sem gerir makanum kleift að slaka á og líða betur. 

Ljósmynd/Dainis Graveris

Kynferðislegir draumórar (Sporðdreki 23. október – 21. nóvember)

Sporðdrekinn er þekktur fyrir að vera kynlífsstjörnumerkið og finnst þar af leiðandi ekki leiðinlegt að heyra sögur af kynæsandi og villtum draumórum maka sinna. Að deila kynferðislegum draumórum getur hjálpað til við að auka örvun og ánægju, auk þess sem það skapar meiri tengsl á milli maka.

Kynlífsleikföng og dúkkur (Bogmaður 22. nóvember – 21. desember)

Bogmaðurinn er tilraunagjarn, elskar nýjungar og eru þeir flestir til í að reyna allt, alla vega einu sinni. „Að gera tilraunir með kynlífsleikföng og dúkkur getur hjálpað til við að skapa nýja og spennandi upplifun,“ segir Stone, sem mælir eindregið með því að krydda upp á kynlífið með leikföngum. 

Púðinn (Steingeit 22. desember – 19. janúar) 

Steingeitin vill nýta tíma sinn vel og þess vegna telur Stone að „sex pillow hack“ eigi vel við hana. Þetta trikk sem hefur fengið yfir 26 milljónir áhorfa felur í sér að setja kodda undir mjaðmagrind konunnar til þess að auka ánægju þeirra, gefa G–blettinum frekari athygli og tryggja fullnægingu.

„Mascara wand“ (Vatnsberi 20. janúar – 18. febrúar) 

Vatnsberinn vill stunda einstakt og öðruvísi kynlíf. Hann elskar sömuleiðis dulmál og þrautir. „Mascara wand“ er því skemmtilegt orðatiltæki fyrir hann til að leysa. Vatnsberar geta leyst dulmál þess á samfélagsmiðlinum TikTok og séð hvort að það kveiki ekki í kynlífinu. 

Skynjun og örvun (Fiskar 19. febrúar – 20. mars)

Fiskarnir eru dularfullir og forvitnilegir. Þeir vilja láta koma sér á óvart og elska að láta binda fyrir augu sín, handjárn, bindingar–kynlíf og fleira sem örvar skynfærin og eykur ánægju. 

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál