Hitti drottninguna í sérsaumaðri dragt

Elísabet Bretadrotting og Angelina Jolie.
Elísabet Bretadrotting og Angelina Jolie. AFP

Leikkonan Angelina Jolie hitti Elísabetu Bretadrottningu í seinustu viku í Buckingham-höll en þar hlaut hún heiðursmerki fyrir herferð sem hún hefur unnið gegn kynferðisofbeldi. En hverju klæðist maður þegar maður hittir sjálfa drottninguna?

Jolie valdi sér smekklega dragt í ljósgráum lit. Dragtin kemur úr smiðju Ralph & Russo, hún var upphaflega í rauðum lit en Jolie lét sérsauma nýja dragt á sig í þessum látlausa föla lit. Jolie tók sig vel út í kvenlegri dragtinni og hafði hárið uppsett.

Samkvæmt heimildum MailOnline fór Brad Pitt með eiginkonu sinni á fund drottningar. Hann lét þó ekki mynda sig með drottningunni.

Angelina Jolie klæddist kvenlegri dragt þegar hún hitti Elísabetu Bretadrottningu.
Angelina Jolie klæddist kvenlegri dragt þegar hún hitti Elísabetu Bretadrottningu. AFP
Dragtin sem Jolie klæddist var upphaflega í hönnuð í rauðum ...
Dragtin sem Jolie klæddist var upphaflega í hönnuð í rauðum lit. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina