Halla Koppel orðin mamma

Halla Koppel.
Halla Koppel. mbl.is/Golli

Leikkonan Halla Koppel eignaðist frumburð sinn í morgun. Stúlkan fæddist í Lundúnum og var 57 sm þegar hún kom í heiminn. Stúlkan hefur fengið nafnið Louisa Koppel.

Halla gekk að eiga Harry Koppel í desember 2014 en hann er kólumbískur bankamaður. Í viðtali við Sunnudagsmoggann 2013 sagði Halla:

„Þetta kom svo­lítið á óvart þannig að það er bara ennþá verið að ræða þetta allt sam­an en jú, maður er kom­inn með hring,“ seg­ir fyr­ir­sæt­an, leik- og söng­kon­an Halla Vil­hjálms­dótt­ir sem trú­lofaðist á dög­un­um unn­usta sín­um, Harry Kopp­el.

„Næst á dag­skrá er að finna dag­setn­ingu en það velt­ur svo­lítið á því hvar við velj­um að gifta okk­ur,“ bæt­ir Halla við. „Harry er frá Kól­umb­íu en al­inn upp að miklu leyti í Bretlandi og við búum í London þannig að það þarf að huga að ýmsu.“ Til að bæta enn frek­ar við fjölþjóðleika trú­lof­un­ar­inn­ar bar Harry bón­orðið upp í Tyrklandi. „Það var í Ist­an­búl við Bosporussund, sem sagt á milli Evr­ópu og Asíu, sem sagt mjög róm­an­tískt allt sam­an,“ seg­ir Halla.

Halla og Harry Koppel.
Halla og Harry Koppel.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál