Vilja fá Sölku Sól til að ræða eineltið

Salka Sól Eyfeld.
Salka Sól Eyfeld. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Fulltrúar grunnskóla og þó nokkrir foreldrar hafa haft samband við Símann eftir að söngkonan Salka Sól Eyfeld lýsti eineltinu sem hún varð fyrir í grunnskóla í þættinum Ný sýn sem sýndur var í Sjónvarpi Símans fyrir viku. Þátturinn sem er í umsjón Hugrúnar Halldórsdóttur verður sýndur í grunnskólum landsins. 

Valdís Guðbrandsdóttir, iðjuþjálfi í Dalvíkurskóla, segir að börnin vilji raunveruleg dæmi. Í skólanum er unnið eftir Olweus-áætluninni og er Valdís í eineltisteymi skólans.

„Það er til svo lítið fræðsluefni um málefnið. Það vantar alltaf efni til að kveikja og opna umræðuna með börnunum og sérstaklega mikill fengur þegar einhver stígur fram sem þau líta upp til. Ég fékk nokkrar ábendingar eftir þáttinn og skilaboðin voru: Þið verðið að sjá Sölku. Ég tek undir það,“ segir Valdís og bætir við:

„Fullorðið fólk þarf líka að sjá þáttinn, til að læra að koma auga á einkennin sem geta komið hjá börnum sem verða fyrir einelti. Það er alltaf einhver ástæða fyrir hegðun hjá börnum og hegðun Sölku breyttist,“ segir hún og að umræðan um einelti miði að því að kenna börnunum góð samskipti.

„Við erum öll mismunandi og eigum við að fá að vera það.“

Á Facebook-síðu sinni 17. október sagði Salka Sól frá því hvers vegna hún ákvað að segja sögu sína: „Sú ákvörðun um að koma fram og ræða eineltið var ekki auðveld. Ég ákvað að nú væri kominn tími til að ræða þetta með það í huga að ég geti vonandi hjálpað fólki sem hefur orðið fyrir eða eru að verða fyrir einelti,“ sagði hún.

„Opinberar persónur sem töluðu opinskátt um einelti þegar ég var lítil, til dæmis Stefán Karl, Jón Gnarr og Páll Óskar hjálpuðu mér, létu mér líða eins og það sé leið út úr þessu, manni mun líða betur. Nú fannst mér það skylda mín, verandi ung kona með rödd í okkar samfélagi, að segja mína sögu, í þeirri von að hún muni hjálpa einhverjum þarna úti. Einelti er aldrei á þinni ábyrgð, sama hvernig þú ert eða lítur út, gefur það engum rétt á að leggja þig í einelti.“

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir ljóst að Salka Sól hreyfði við mörgum sem horfðu á þáttinn.

„Það er okkur bæði ljúft og skylt að afhenda þáttinn enda gæti hann hjálpað mörgum. Lýsingar Sölku voru svo einlægar. Þær voru sláandi og römmuðu inn áhrif og afleiðingar eineltis.“ 

mbl.is

Allar framkvæmdir þarf að hugsa til enda

05:30 Í einu tignarlegasta húsi borgarinnar við Túngötu í Reykjavík býr fjölskylda sem leggur mikið upp úr því að halda í þá fallegu hugmyndafræði sem bjó að baki hönnun hússins í upphafi. Innanhússarkitektinn Sólveig Jónsdóttir endurhannaði eldhúsið. Meira »

Stjörnumerkin sem stunda mesta kynlífið

Í gær, 23:59 Stjörnumerkið sem stundar besta kynlífið stundar líka það mesta svo það er ekki hægt að halda því fram að magn sé ekki sama og gæði. Meira »

Ástin sigrar alltaf allt

Í gær, 21:00 Ástin er í forgrunni hjá bresku konungsfjölskyldunni og virðast meðlimir hennar keppast við að binda sig með formlegum hætti. Eugenie prinsessa gifti sig í síðustu viku og er önnur í röðinni á þessu ári sem gengur í heilagt hjónaband. Meira »

Stórglæsileg en í fokdýrum kjólum

Í gær, 18:00 Meghan klæddist tveimur kjólum í dag, föstudag, en samanlagt er kostnaðurinn við kjólana á við ein mánaðarlaun. Þó líklega ekki á við mánaðarlaun Harrys. Meira »

Mireya sýnir í Los Angeles

Í gær, 15:00 Mireya Samper flakkar um heiminn í tengslum við listsköpun sína en hún mun sýna verk sín á nýrri vinnustofu arkitektsins Gullu Jónsdóttur á La Peer-hótelinu í Los Angeles dagana 26. október til 8. desember næstkomandi. Meira »

Fögnuðu framúrskarandi sjónvarpsþáttum

Í gær, 12:00 Það var líf og fjör í Bíó Paradís þegar sjónvarpsþáttunum Líf kviknar var fagnað en þeir lentu í Sjónvarpi Símans Premium í vikunni. Meira »

Ösp gefur ráð til að fá ekki flensu

Í gær, 09:00 Hvað þarftu að gera til þess að minnka líkur á að flensan mæti á svæðið? Ösp Viðarsdóttir næringaþerapisti gefur góð ráð.   Meira »

„Vil ekki vera kúgari eins og pabbi“

í gær „Ég er afburðastjórnsöm og frek. Ég er búin að standa sjálfa mig að því að beita móður mína og maka minn andlegu ofbeldi. Mér líður svo illa út af því að ég vil alls ekki vera eins og pabbi minn. Hann er stjórnsamur kúgari sem misnotar sér veikleika annarra og kemst upp með það.“ Meira »

Hringur Lady Gaga af dýrari gerðinni

í gær Hringurinn sem Ariana Grande skilaði á dögunum kostaði rúmar tíu milljónir. Það er þó ekkert miðað við trúlofunarhringinn sem Lady Gaga ber. Meira »

Svona hugar Harry að heilsunni

í fyrradag Harry Bretaprins notar nýjustu tækni til þess að halda sér hraustum. Harry hefur sést skarta nýjum hring á ferðalagi sínu um Eyjaálfu. Meira »

Bergþór Pálsson fyrir og eftir 15 kíló

í fyrradag Þjóðargersemin Bergþór Pálsson er búinn að léttast um 15 kíló og bæta á sig tveimur kílóum af vöðvum með því að breyta lífsháttum sínum. Þetta byrjaði allt þegar hann tók þátt í sjónvarpsþættinum, Allir geta dansað, á Stöð 2. Meira »

Baldur hefur sjaldan verið glaðari

í fyrradag Baldur Rafn Gylfason og samstarfsfólk hans sópaði til sín verðlaunum í Lundúnum um síðustu helgi. Hann segir að þetta sé mikil viðurkenning. Meira »

Dýrasta húsið í Kópavogi?

í fyrradag Við Kleifakór í Kópavogi stendur 357 fm einbýli sem teiknað var af Sigurði Hallgrímssyni. Ásett verð er 169 milljónir.   Meira »

Hvað segir svefnstaðan um sambandið?

í fyrradag Sofið þið bak í bak eða haldist þið í hendur í svefni? Svefnstaðan sem pör sofa í getur sagt ýmislegt um sambandið.   Meira »

Guðdómleg höll Lady Gaga

18.10. Sígaunahöll Lady Gaga er litrík rétt eins og persónuleiki hennar. Höllin minnir á suðurevrópska villu sem er við hæfi enda er Gaga af ítölskum og frönskum ættum. Meira »

Buxur sem koma í veg fyrir prumpulykt

17.10. Það er fátt leiðinlegra en að leysa illa lyktandi vind á stefnumóti. Ef hætta er á því gæti verið sniðugt að ganga í sérstökum buxum sem koma í veg fyrir prumpulykt. Meira »

Sjö glötuð hönnunarmistök í eldhúsinu

17.10. Eldhús ætti ekki að hanna eins og atvinnueldhús enda þarf að vera skemmtilegt að eyða tíma í eldhúsinu sem oft er kallað hjarta heimilisins. Meira »

Amal Clooney er ekki hrædd við áberandi liti

17.10. Konur þurfa ekki að klæðast buxum til þess það sé hlustað á þær. Það veit Amal Clooney sem er þekkt fyrir að klæðast flíkum í áberandi litum og einlitum í þokkabót. Meira »

Hvaða andlitshreinsir hentar þér?

17.10. Hrein húð er lykillinn að fallegri húð en það er mikilvægt að ofgera ekki húðinni og gæta þess að hún sé í jafnvægi. Ofhreinsun húðarinnar getur skapað vandamál allt frá þurrki yfir í of mikla olíuframleiðslu því húðin fer að reyna að skapa alla þá húðfitu sem búið er að taka af henni. Meira »

Síðan hrundi þegar hún birtist í kjólnum

17.10. Heimasíða ástralska tískumerkisins Karen Glee hrundi eftir að Meghan hertogaynja birtist í 150 þúsund króna kjól frá merkinu í heimsókn sinni í Sydney. Meira »

Allt á útopnu í höllinni

17.10. Gleðin var allsráðandi hjá starfsfólki upplýsingatæknifyrirtækisins Origo þegar það hélt sitt árlega haustmót, sem að þessu sinni var í Origo-höllinni að Hlíðarenda. Starfsfólk fyrirtækisins stillti saman strengi eftir sumarfrí fyrir komandi vetur. Meira »