Vilja fá Sölku Sól til að ræða eineltið

Salka Sól Eyfeld.
Salka Sól Eyfeld. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Fulltrúar grunnskóla og þó nokkrir foreldrar hafa haft samband við Símann eftir að söngkonan Salka Sól Eyfeld lýsti eineltinu sem hún varð fyrir í grunnskóla í þættinum Ný sýn sem sýndur var í Sjónvarpi Símans fyrir viku. Þátturinn sem er í umsjón Hugrúnar Halldórsdóttur verður sýndur í grunnskólum landsins. 

Valdís Guðbrandsdóttir, iðjuþjálfi í Dalvíkurskóla, segir að börnin vilji raunveruleg dæmi. Í skólanum er unnið eftir Olweus-áætluninni og er Valdís í eineltisteymi skólans.

„Það er til svo lítið fræðsluefni um málefnið. Það vantar alltaf efni til að kveikja og opna umræðuna með börnunum og sérstaklega mikill fengur þegar einhver stígur fram sem þau líta upp til. Ég fékk nokkrar ábendingar eftir þáttinn og skilaboðin voru: Þið verðið að sjá Sölku. Ég tek undir það,“ segir Valdís og bætir við:

„Fullorðið fólk þarf líka að sjá þáttinn, til að læra að koma auga á einkennin sem geta komið hjá börnum sem verða fyrir einelti. Það er alltaf einhver ástæða fyrir hegðun hjá börnum og hegðun Sölku breyttist,“ segir hún og að umræðan um einelti miði að því að kenna börnunum góð samskipti.

„Við erum öll mismunandi og eigum við að fá að vera það.“

Á Facebook-síðu sinni 17. október sagði Salka Sól frá því hvers vegna hún ákvað að segja sögu sína: „Sú ákvörðun um að koma fram og ræða eineltið var ekki auðveld. Ég ákvað að nú væri kominn tími til að ræða þetta með það í huga að ég geti vonandi hjálpað fólki sem hefur orðið fyrir eða eru að verða fyrir einelti,“ sagði hún.

„Opinberar persónur sem töluðu opinskátt um einelti þegar ég var lítil, til dæmis Stefán Karl, Jón Gnarr og Páll Óskar hjálpuðu mér, létu mér líða eins og það sé leið út úr þessu, manni mun líða betur. Nú fannst mér það skylda mín, verandi ung kona með rödd í okkar samfélagi, að segja mína sögu, í þeirri von að hún muni hjálpa einhverjum þarna úti. Einelti er aldrei á þinni ábyrgð, sama hvernig þú ert eða lítur út, gefur það engum rétt á að leggja þig í einelti.“

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir ljóst að Salka Sól hreyfði við mörgum sem horfðu á þáttinn.

„Það er okkur bæði ljúft og skylt að afhenda þáttinn enda gæti hann hjálpað mörgum. Lýsingar Sölku voru svo einlægar. Þær voru sláandi og römmuðu inn áhrif og afleiðingar eineltis.“ 

mbl.is

Thelma hannaði töfraheim fyrir fjölskyldu

05:00 Thelma Björk Friðriksdóttir innanhússarkitekt hannaði ákaflega heillandi heimili utan um fjögurra manna fjölskyldu.  Meira »

Geggjaður retró-stíll í 101

Í gær, 21:00 Við Framnesveg í Reykjavík stendur 103 fm raðhús sem byggt var 1922. Búið er að endurnýja húsið mikið og er stíllinn svolítið eins og að fólk gangi inn í tímavél. Meira »

Páska skraut á skandinavíska vísu

Í gær, 20:00 Skandinavísk hönnun er vinsæl víða. Páskaskraut á skandinavíska vísu er vinsælt um þessar mundir, sér í lagi á meðal þeirra sem aðhyllast minimalískan lífsstíl. Það er ódýrt og fallegt að setja saman það sem til er á heimilinu og skreyta þannig fyrir páskana. Meira »

Svona heldur þú heilsusamlega páska

Í gær, 17:00 Þegar fólk breytir um lífsstíl og mataræði á það stundum erfitt með að takast á við hátíðir eins og páskana, því þá vill það sogast inn í gamlar hefðir og vana. Meira »

Svona býrðu til „Power Spot“

Í gær, 11:00 Japanski tiltektarsnillingurinn Marie Kondo fer eins og stormur um heiminn með heimspeki sína sem fjallar í stuttu máli um að einfalda lífsstílinn og halda einungis í það sem veitir ánægju. Meira »

Kærastinn spilar rassinn úr buxunum

í gær „Þannig er að kærastinn minn er að eyða nánast öllum peningunum sínum í alls konar veðmál á netinu. Hann segir að þetta séu alls konar íþróttaleikir en vill ekki sýna mér nákvæmlega hvað þetta er og kannski skiptir ekki máli. Aðaláhyggjurnar mínar eru að síðustu mánuði hef ég verið að borga alla reikninga þar sem hann er búinn að eyða sínum og hann afsakar þetta með hinu og þessu.“ Meira »

10 gul dress sem minna ekki á páskaunga

í fyrradag Tískulöggur hafa gefið grænt ljós á gult frá toppi til táar en það er þó hægara sagt en gert ef þú vilt ekki líta út eins og fugl ofan á páskaeggi. Meira »

Fór á svakalegan megrunarkúr

í fyrradag „Ég er svöng,“ segir Beyoncé í nýrri heimildarmynd þar sem hún segist hafa hætt að borða brauð, sykur, kolvetni, mjólkurvörur, fisk og kjöt til þess að komast í form eftir barnsburð. Meira »

Buxurnar sem eru að gera allt brjálað

í fyrradag Diane Keaton fær Hollywood-stjörnur til að slefa yfir buxum sem einhver myndi segja að væru löngu dottnar úr tísku.   Meira »

Inga Lind í Kokkaflakks-teiti

í fyrradag Inga Lind Karlsdóttir framleiðandi hjá Skot lét sig ekki vanta í frumsýningarteiti Kokkaflakks en þættirnir eru í umsjón Ólafs Arnar. Meira »

Við erum greinilega að gera eitthvað rétt

í fyrradag Kolbrún Kristjánsdóttir segir að það sé furðuleg upplifun að aðrir stæli stofuna þeirra Portið sem opnaði nýlega.   Meira »

Fasteignamarkaðurinn er að lifna við

17.4. Dregið hefur úr óvissu í atvinnulífinu og því hægt að reikna með meiri umsvifum á fasteignamarkaði. Velja þarf fasteign sem hentar bæði þörfum og fjárhag fjölskyldunnar. Meira »

Sjúkur í aðrar konur en á kærustu

16.4. „Ég átti það til að eyða allt að einum og hálfum tíma á dag í að stara á konur á nærfötum á Instagram og horfa á klámmyndbönd á netinu til þess að örva mig.“ Meira »

5 góð ráð fyrir meltinguna

16.4. „Þessi ráð nýtast auðvitað allt árið, en um páskana eru margir frídagar og mikið um hátíðamat, sem leggur aukaálag á meltingarkerfið. Því er um að gera að vera undirbúinn undir það álag, svo það taki sem minnstan toll af heilsunni og geri frídagana ánægjulegri,“ segir Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli á Smartlandi: Meira »

Björg lokar Spaksmannsspjörum í 101

16.4. Björg Ingadóttir eigandi Spaksmannsspjara hefur ákveðið að loka verslun sinni í Bankastræti og opna hönnunarstúdíó. Þetta gerir hún af margvíslegum ástæðum. Meira »

Eitursvalt einbýli í Akrahverfinu

16.4. Við Skeiðakur í Garðabæ stendur ákaflega vandað og fallegt einbýlishús sem byggt var 2009. Húsið er 332 fm að stærð og er á pöllum. Hátt er til lofts og vítt til veggja. Húsið sjálft er teiknað af Einari Ólafssyni arkitekt en Rut Káradóttir hannaði innréttingar sem allar voru sérsmíðaðar í Axis og blöndunartæki frá Vola. Meira »

Línan sem beðið hefur verið eftir

16.4. Sænska móðurskipið IKEA er komið með nýja tímabundna línu sem heitir ÖVERALLT. Línan endurspeglar forvitni IKEA á heiminum. Í þeim anda tók húsbúnaðarfyrirtækið höndum saman við Design Indaba fyrir nokkrum árum til að fræðast um hönnunarsenu nútímans í Afríku. Það varð upphafið að einstöku samstarfi hönnuða frá fimm Afríkulöndum. Meira »

Ekki segja þetta við einhleypa

16.4. Er æðsta markmið þitt í lífinu að koma einu einhleypu vinkonu þinni á fast. Ekki reyna að telja henni í trú um að hún sé of vandlát. Meira »

Í venjulegum almúgafötum í fríinu

15.4. Katrín hertogaynja klæðir sokkana yfir gallabuxurnar og Vilhjálmur Bretaprins er í gömlum strigaskóm.   Meira »

Nennti ekki lengur að vera feit og pirruð

15.4. Ásdís Ósk Valsdóttir fasteignasali var orðin þreytt á sjálfri sér og ákvað að nú væri nóg komið.  Meira »

Þarf ekki að prýða forsíðuna aftur

15.4. Talsmaður Melaniu Trump gefur skít í Önnu Wintour og minnir fólk á forsíðuna sem frú Trump prýddi árið 2005.   Meira »