Ragnhildi Steinunni rænt úr vinnunni

Hér eru vinkonur Ragnhildar Steinunnar fyrir framan RÚV en henni …
Hér eru vinkonur Ragnhildar Steinunnar fyrir framan RÚV en henni var í raun rænt úr vinnunni.

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir aðstoðardagskrárstjóri RÚV er að fara að giftast manninum sínum í sumar. Af því tilefni var henni rænt úr vinnunni af jakkafataklæddum konum með hárkollur. Ragnhildur Steinunn segir að þessi dagur hafi verið ansi skemmtilegur.

„Þetta var ógleymanlegur dagur. Mér var rænt úr vinnunni og við tók ævintýraför með mínum allra bestu samferðakonum þar sem smurbrauð, blómahaf, Jón Jónsson og hárkollur komu við sögu. Dagurinn endaði svo í bústað fyrir austan fjall þar sem hlegið og sungið var fram á nótt. Ég er svo sannarlega umkringd góðu fólki,“ segir Ragnhildur Steinunn.

Það voru þær Edda Hermannsdóttir, Birgitta Haukdal, Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, Eva María Jónsdóttir, Berglind Ingvarsdóttir, Hlaðgerður Íris Björnsdóttir, Ebba Guðný Guðmundsdóttir, Alma Ösp Arnórsdóttir, Íris Dögg Einarsdóttir, Elín Reynisdóttir, Berglind Skúladóttir, Halla María Ólafsdóttir, Bryndís Jóna Magnúsdóttir, Marina V. Nardini og Yesmine Olsson sem stóðu að gæsuninni. 

„Það var ekki auðvelt verk að koma Ragnhildi Steinunni á óvart enda líklega skipulagðasta kona landsins með dagana þétt bókaða. En það hafðist og við náðum að koma henni á óvart uppi í Efstaleiti þar sem hún var á leið á fund en mætti þess í stað vinkonuhópnum með hárkollur læti. Þetta heppnaðist því afskaplega vel og við áttum dásamlegan dag saman,“ segir ein úr hópnum. 

Hér er hópurinn í góðum fíling.
Hér er hópurinn í góðum fíling.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál