Var rekin úr verkefni fyrir að hlýða ekki

Aníta Briem prýðir forsíðu MAN.
Aníta Briem prýðir forsíðu MAN.

Leikkonan Aníta Briem prýðir forsíðu október tölublaðs MAN en forsíðugreinin er með heldur óhefðbundnu sniði þar sem Aníta skrifar þar sjálf um áhrif MeToo byltingarinnar á hana sjálfa. Aníta sem hefur undanfarinn áratug verið búsett í Bandaríkjunum þar sem hún hefur leikið bæði í sjónvarpi og kvikmyndum skrifar um sína reynslu af Hollywood-heiminum og þörfina á byltingunni sem blossaði upp fyrir réttu ári síðan.

Í upphafi greinarinnar talar Aníta um að við upphaf MeToo byltingarinnar hafi hún prísað sig sæla fyrir að hafa ekki lent í slíku ofbeldi.

„Þegar ég heyrði fyrst sögurnar sem hófu Metoo-byltinguna, hugsaði ég: „Aumingja konurnar. Guði sé lof að ég hafi aldrei upplifað slíkt ofbeldi. Aldrei verið nauðgað.“ Ég hef oft hitt Harvey Weinstein. Hann hrósaði mér á afar sjarmerandi hátt, sagði mér að hann langaði að gera bíómynd fyrir mig þar sem ég léki Brigitte Bardot. Ég vissi að það væri „bullsjitt“, en veit ekki hvernig ég hefði snúið mér ef hann hefði beðið mig að koma upp á hótelherbergi að ræða það.“ En þegar sögurnar hafi haldið áfram að streyma inn hafi hún áttað sig á því að þær væru keimlíkar hennar eigin upplifunum. „Mér var óglatt. Ég var ekki fegin. Ég var frosin. Og þung. Svoleiðis siðferðisleg brot eins og sögurnar lýstu, sérstaklega þessi á „gráa svæðinu“ höfðu verið svo normaliseruð af iðnaðinum í kringum mig og samfélögunum sem ólu mig upp, að ég hafði ekki flokkað þau sem slík.“

Aníta rifjar upp atvik í greininni meðal annars þegar hún var 24 ára gömul á hótelherbergi með fimm 45 ára karlkyns yfirmönnum sínum og vændiskonum sem þeir höfðu fengið á staðinn.

„Þeir voru yfirmenn mínir og valdamiklir menn í bransanum. Mér fannst ég ekki eiga þess kost að labba út. Eða gera athugasemd. Vera „lame“. Eða skemma fyrir þeim kvöldið. Hætta á að verða rekin, eða ekki ráðin í önnur verkefni hjá fyrirtækjum þeirra.“

Síðar í greininni rifjar hún jafnframt upp hvernig það einmitt gerðist, hún var rekin úr stóru verkefni eftir að hafa slitið ástarsambandi við vin eins þessara karla. „Ég var of upptekin við að refsa sjálfri mér fyrir að hafið orðið ástfangin af röngum manni, gert mistök, að það er ekki fyrr en núna að ég get sagt við sjálfa mig - þetta var ekki rétt. Þú áttir þetta ekki skilið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál