Meghan Markle mætti óvænt og sló í gegn

Meghan Markle í Givenchy-síðkjól hönnuðum af Keller.
Meghan Markle í Givenchy-síðkjól hönnuðum af Keller. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Meghan Markle mætti óvænt á bresku tískuverðlaunin, British fashion Awards, að veita tískuhönnuðinum Claire Waight Keller verðlaun. Keller sem starfar fyrir Givenchy hlaut viðurkenningu fyrir störf sín sem besti fatahönnuður á sviði kventískunnar í Bretlandi á þessu ári. 

Keller gerði einmitt brúðarkjól hertogaynjunnar fyrir brúðkaupið í maí. Markle mætti í klassískum svörtum síðkjól sem Keller hannaði við verðlaunaafhendinguna. Kjól í anda Audrey Hepburn. Hún hélt um magann sinn og virtist geisla af gleði og hamingju. 

Það sem vakti athygli á bresku hönnunarverðlaununum að þessu sinni var fjölbreytileiki í fatavali gesta. Síðkjólar voru áberandi og alls konar litir og form vinsælir. Axlapúðar voru vinsælir og íburðarmiklir kjólar.

Það er greinilega margt í tísku um þessar mundir. Glæsileikinn sést betur á eftirfarandi myndum. 

Fyrirsætan Alek Wek í glæsilegum kjól á Britsh Fashion Awards.
Fyrirsætan Alek Wek í glæsilegum kjól á Britsh Fashion Awards. AFP
Fyrirsætan Amelia Windsor mætti í rauðum síðkjól.
Fyrirsætan Amelia Windsor mætti í rauðum síðkjól. AFP
Kendall Jenner mætti í kjól sem huldi lítið af líkamanum …
Kendall Jenner mætti í kjól sem huldi lítið af líkamanum á verðlaunaafhendinguna. AFP
Fyrirsætan Caroline Winberg í litríkum kjól.
Fyrirsætan Caroline Winberg í litríkum kjól. DANIEL LEAL-OLIVAS
Laura Bailey mætti í kjól sem minnti á tímabilið upp …
Laura Bailey mætti í kjól sem minnti á tímabilið upp úr aldamótum þarsíðustu. AFP
Rosie Huntington Whiteley er alltaf fallega klædd.
Rosie Huntington Whiteley er alltaf fallega klædd. AFP
Jordan Dunn í svörtu.
Jordan Dunn í svörtu. AFP
Paloma Faith í bleikum prinsessukjól.
Paloma Faith í bleikum prinsessukjól. AFP
Victoria Beckham er alltaf vel til fara.
Victoria Beckham er alltaf vel til fara. AFP
Ítalski fatahönnuðurinn Alessandro Michele klæddi sig upp á fyrir viðburðinn.
Ítalski fatahönnuðurinn Alessandro Michele klæddi sig upp á fyrir viðburðinn. AFP
Fyrirsætan Josephine Skriver-Karlsen í hvítu frá toppi til táar.
Fyrirsætan Josephine Skriver-Karlsen í hvítu frá toppi til táar. AFP
Fyrirsætan Fran Summers valdi rauðan síðkjól að þessu sinni.
Fyrirsætan Fran Summers valdi rauðan síðkjól að þessu sinni. AFP
Martha Hunt í flottum kjól á rauða dreglinum.
Martha Hunt í flottum kjól á rauða dreglinum. AFP
Eva Herzigova geislaði á viðburðinum.
Eva Herzigova geislaði á viðburðinum. AFP
Cindy Crawford ásamt eiginmanni sínum Rande Gerber og börnum, Kaia …
Cindy Crawford ásamt eiginmanni sínum Rande Gerber og börnum, Kaia Jordan Gerber og Presley Gerber. AFP
mbl.is