Sex barna móðir fer á þorrablót

Kolbrún Kvaran er búsett í Noregi.
Kolbrún Kvaran er búsett í Noregi.

Kolbrún Kvaran, betur þekkt sem Kolla Kvaran, er sex barna móðir og söngkona sem býr í Noregi. Hún er varaformaður Íslendingafélagsins í suðurhluta landsins.Þorrablót Íslendinga eru haldin úti um allan heim. Hún er í óðaönn að undirbúa viðburðinn á þessu ári.

Kolbrún Kvaran er gift Tómasi Þráinssyni gítarleikara.

„Ég ólst upp í 101 og var miðbæjarrotta á níunda áratugnum,“ segir hún og útskýrir að eiginmanni hennar hafi boðist vinna úti í Noregi. „Fjölskyldan flutti með fjögur börn og tvo hunda út til Noregs í maí árið 2014. Það var ekki einfalt að flytja alla út. En Norðmenn eru hjálpsamir með stór hjörtu.“

Kolbrún segir talsvert öðruvísi að skipuleggja íslenskt þorrablót á erlendri grundu en á Íslandi. „Það þarf að panta allt með löngum fyrirvara sem krefst þess að við vitum hversu margir koma langt fram í tímann.

Verða að undirbúa fram í tímann

Það er ekkert um það að velja að stökkva út í búð eftir nokkrum sláturkeppum ef það koma fleiri en áætlað var. Frá ári til árs er misjafnt hvort við fáum matinn sendan í frakt frá framleiðanda eða hvort einhver er á leiðinni á milli landa á réttum tíma og getur þá flutt matinn með sér. En það sem hægt er að elda hér úti og allur annar undirbúningur er í höndum stjórnar félagsins en við erum sjö talsins.“

Kolbrún segir að á milli 60 og 80 manns komi að blóta þorrann saman í Suður-Noregi.

„Að íslenskum sið eru skemmtiatriði og fjöldasöngur og að sjálfsögðu eru íslenskir listamenn. En núna bætist við í hópinn vel þekktur Íslendingur sem ætlar að vera veislustjóri og sjá um diskótekið eftir matinn. Það er hann Skjöldur Eyfjörð, betur þekktur sem Mio Eyfjörð hér í Noregi, en hann býr í Stavanger og væntum við þess að hann haldi vel uppi fjörinu í ár.

Ég og formaðurinn, Kristín, og eiginmenn okkar munum sjá um fjöldasönginn og síðan erum við hjónin búin að vera dúettinn Igloo í mörg ár og ætlum að spila nokkur lög.

Þarna verður heljarmikið happdrætti í gangi, sem Norðmenn kalla lodd og ótrúlega flottir vinningar í boði.

Frá t.d. Kristínu sjálfri sem er með Mirra kunstbutik, skartgripi frá mér sem heita Kolla Lava collection, Skyland trampolinpark og svo mætti lengi áfram telja.“

Þorrablót plástur á heimþrána

Kolbrún segir að það að vera í tengslum við Íslendinga og hitta þá öðru hverju sé ákveðinn plástur á heimþrána.

„Ég er og verð alla tíð mikill Íslendingur í mér og það hefur ekkert minnkað á þeim tæpu fimm árum sem ég hef búið hérna. En ég er ekki á leiðinni heim til Íslands þrátt fyrir að sakna barnanna minna, sem urðu eftir, óstjórnlega mikið, barnabarna og annarra fjölskyldumeðlima og vina.

Öll sú þjónusta sem fjölskylda mín þarfnast er svo miklu betri hér úti, en við erum með tvo stráka á einhverfurófi, húsaleiga er ekki nema 1/5 af launum mannsins míns en sjálf er ég öryrki og gæti ekki lifað af því heima á Íslandi.

Það er margt sem Norðmenn gætu lært af Íslendingum og öfugt. Sennilega væri þetta hin fullkomna þjóð, ef kostir beggja þjóða yrðu settir saman eins og púsluspil,“ segir Kolbrún.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Sátt við sjálfa sig án fyllinga

22:30 Courtney Cox átti mjög erfitt með að sætta sig við að eldast og lét eiga við andlit sitt þannig að hún hætti að þekkja sjálfa sig í spegli. Meira »

Daníel Ágúst mætti með hlébarðaklút

19:30 Myndlistakonan Ásdís Spanó opnaði um helgina einkasýninguna Triangular Matrix. Sýningin verður í Grafíksalnum og er opin frá 16. febrúar til 3. mars 2019. Meira »

Svona er æskuheimili Birkis Más

16:32 Landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson var alinn upp í Eskihlíð 14 í 105 Reykjavík. Hann spilaði sinn 88. leik með landsliðinu á dögunum og var valinn íþróttamaður Vals um áramótin. Meira »

Stal Wintour stílnum frá Heiðrúnu Önnu?

14:30 Heiðrún Anna stal senunni í bláum leðurkjól í Söngvakeppninni um helgina. Daginn eftir var frú Anna Wintour mætt í bláa leðurkápu. Meira »

Lindex lokar í þrjá daga

14:18 Sænska móðurskipið Lindex hefur verið í átta ár í Smáralind en nú mun verslunin loka í þrjá daga vegna endurbóta.   Meira »

Róbert Wessman fluttur í Arnarnesið

10:38 Róbert Wessman forstjóri Alvogen er fluttur í Arnarnesið í Garðabæ ásamt unnustu sinni Kseniu Shakhmanova.  Meira »

Muhammad Ali bjó í höll

07:38 Einn frægasti íþróttamaður allra tíma bjó í afar íburðarmiklu glæsihýsi á níunda áratugnum.   Meira »

Er andlegur ráðgjafi Oprah Winfrey svarið?

í gær „Við mælum ekki hamingju með efnahagslegum mælikvörðum. Við þurfum að horfast í augu við opíóðafaraldurinn, við þurfum að horfast í augu við sjálfsmorðstíðnina í landinu. Við þurfum að skoða hvað liggur undir yfirborðinu. Efla vitund, ást og kærleika bandarísku þjóðarinnar.“ Meira »

Geirvörtufullnæging kemur oftast óvænt

í gær Fólk er með misnæmar geirvörtur en sumar konur upplifa fullnægingu eftir að gælt er við geirvörtur þeirra.   Meira »

Hús Elon Musk minnir á geimskip

í gær Elon Musk hefur sett glæsihýsi sitt í Los Angeles á sölu. Musk er ekki að flytja til Mars þótt hann hafi fulla trú á hugmyndinni. Meira »

Heitustu skórnir í dag

í gær Frú Anna Wintour hefur gefið leyfi. Heitustu skórnir í dag eru ekki ákveðin gerð af skóm heldur skiptir munstrið öllu máli.   Meira »

Ljóstrar upp heilsuleyndarmálinu

í gær Hin skemmtilega Rachel Brosnahan hefur lítinn sjálfsaga þegar kemur að hreyfingu en borðar því mun hollari fæðu.   Meira »

Pör sem gera þetta eru hamingjusamari

í gær Sambandsráð geta verið misgóð en það er líklega óþarfi að draga það í efa að það sé slæmt að tala um líðan sína við maka sinn. Meira »

Neysluhyggjupælingar

í fyrradag „Ég hef verið að hugsa mikið um neyslu. Ég hef aldrei búið við skort af neinu tagi og aldrei þurft að hafa sérstakar áhyggjur af peningum blessunarlega. Ég var í menntaskóla þegar kreppan skall á og hef aðeins heyrt út undan mér af breytingunum sem áttu sér stað í kjölfar hennar árið 2008, bæði hér á landi sem og erlendis.“ Meira »

Svona gerir þú munngælurnar betri

16.2. Flestir menn veita ekki konum sínum munnmök vegna þess að þeir hafa enga hugmynd um hvað þeir eru að gera þarna niðri.   Meira »

Gafst upp á því að æfa í klukkutíma á dag

16.2. Það getur verið óþarf að djöflast í klukkutíma á dag í líkamsræktarstöð. Stundum er hreinlega betra að taka styttri æfingar heima ef það hentar betur. Meira »

Bræðurnir óþekkir í fatavali

16.2. Katrín og Meghan eru með fallegan fatastíl en bræðurnir Vilhjálmur og Harry vekja sjaldan athygli fyrir fataval sitt sem er þó töluvert frábrugðið því sem Karl faðir þeirra kýs. Meira »

„Ég held við konu, hvað er til ráða?“

16.2. „Ég kynntist konu fyrir 3 árum sem er gift. Ég hef verið viðhaldið hennar síðan þá. Hún hefur alltaf sagt mér að ég sé henni allt og hún vilji bara framtíð með mér. Hún segir að hún sé að skilja og eiginmaður hennar sé að flytja út.“ Meira »

Lilja Björk bankastjóri býr í glæsivillu

16.2. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans var í fréttum vikunnar eftir að hún fékk hraustlega launahækkun. Lilja Björk býr vel í 108 Reykjavík ásamt eiginmanni og börnum. Meira »

Einkaþjálfari Graham leysir frá skjóðunni

15.2. Ofurfyrirsætunni í yfirstærðinni, Ashley Graham, leiðist á hlaupabrettinu en æfir þó eins og alvöruíþróttamaður.   Meira »

Þetta eru best klæddu konur Íslands!

15.2. Reglulega birtum við lista yfir best klæddu konur landsins. Í ár var leitað til lesenda Smartlands og tilnefndu þeir þær sem komust á lista. Eins og sjá má er listinn fjölbreyttur og skemmtilegur. Meira »