Sex barna móðir fer á þorrablót

Kolbrún Kvaran er búsett í Noregi.
Kolbrún Kvaran er búsett í Noregi.

Kolbrún Kvaran, betur þekkt sem Kolla Kvaran, er sex barna móðir og söngkona sem býr í Noregi. Hún er varaformaður Íslendingafélagsins í suðurhluta landsins.Þorrablót Íslendinga eru haldin úti um allan heim. Hún er í óðaönn að undirbúa viðburðinn á þessu ári.

Kolbrún Kvaran er gift Tómasi Þráinssyni gítarleikara.

„Ég ólst upp í 101 og var miðbæjarrotta á níunda áratugnum,“ segir hún og útskýrir að eiginmanni hennar hafi boðist vinna úti í Noregi. „Fjölskyldan flutti með fjögur börn og tvo hunda út til Noregs í maí árið 2014. Það var ekki einfalt að flytja alla út. En Norðmenn eru hjálpsamir með stór hjörtu.“

Kolbrún segir talsvert öðruvísi að skipuleggja íslenskt þorrablót á erlendri grundu en á Íslandi. „Það þarf að panta allt með löngum fyrirvara sem krefst þess að við vitum hversu margir koma langt fram í tímann.

Verða að undirbúa fram í tímann

Það er ekkert um það að velja að stökkva út í búð eftir nokkrum sláturkeppum ef það koma fleiri en áætlað var. Frá ári til árs er misjafnt hvort við fáum matinn sendan í frakt frá framleiðanda eða hvort einhver er á leiðinni á milli landa á réttum tíma og getur þá flutt matinn með sér. En það sem hægt er að elda hér úti og allur annar undirbúningur er í höndum stjórnar félagsins en við erum sjö talsins.“

Kolbrún segir að á milli 60 og 80 manns komi að blóta þorrann saman í Suður-Noregi.

„Að íslenskum sið eru skemmtiatriði og fjöldasöngur og að sjálfsögðu eru íslenskir listamenn. En núna bætist við í hópinn vel þekktur Íslendingur sem ætlar að vera veislustjóri og sjá um diskótekið eftir matinn. Það er hann Skjöldur Eyfjörð, betur þekktur sem Mio Eyfjörð hér í Noregi, en hann býr í Stavanger og væntum við þess að hann haldi vel uppi fjörinu í ár.

Ég og formaðurinn, Kristín, og eiginmenn okkar munum sjá um fjöldasönginn og síðan erum við hjónin búin að vera dúettinn Igloo í mörg ár og ætlum að spila nokkur lög.

Þarna verður heljarmikið happdrætti í gangi, sem Norðmenn kalla lodd og ótrúlega flottir vinningar í boði.

Frá t.d. Kristínu sjálfri sem er með Mirra kunstbutik, skartgripi frá mér sem heita Kolla Lava collection, Skyland trampolinpark og svo mætti lengi áfram telja.“

Þorrablót plástur á heimþrána

Kolbrún segir að það að vera í tengslum við Íslendinga og hitta þá öðru hverju sé ákveðinn plástur á heimþrána.

„Ég er og verð alla tíð mikill Íslendingur í mér og það hefur ekkert minnkað á þeim tæpu fimm árum sem ég hef búið hérna. En ég er ekki á leiðinni heim til Íslands þrátt fyrir að sakna barnanna minna, sem urðu eftir, óstjórnlega mikið, barnabarna og annarra fjölskyldumeðlima og vina.

Öll sú þjónusta sem fjölskylda mín þarfnast er svo miklu betri hér úti, en við erum með tvo stráka á einhverfurófi, húsaleiga er ekki nema 1/5 af launum mannsins míns en sjálf er ég öryrki og gæti ekki lifað af því heima á Íslandi.

Það er margt sem Norðmenn gætu lært af Íslendingum og öfugt. Sennilega væri þetta hin fullkomna þjóð, ef kostir beggja þjóða yrðu settir saman eins og púsluspil,“ segir Kolbrún.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Andlegt ofbeldi? Ég hef sögu að segja...

14:13 „Aldrei fengið kvartanir né lent í neinu á öllum þessum vinnustöðum eins og ég upplifði hjá Fjármálaeftirlitinu. Þó oft hafi gengið mikið á. Segir það ekki eitthvað?“ Meira »

Katrín Olga geislaði í gulri dragt

11:13 Katrín Olga Jóhannesdóttir formaður Viðskiptaráðs var eins og vorboðinn ljúfi í gulri dragt þegar Viðskiparáð hélt Viðskiptaþing á dögunum. Meira »

Hámarkaðu vinnuna með hvíld frá vinnu

10:15 Er svo mikið að gera í vinnunni að þér líður eins og þú hafi ekki tíma til að taka kaffi eða slaka á í hádegismatnum? Það kann að vera að þessi hugsun borgi sig ekki. Meira »

Svona býr Höskuldur bankastjóri Arion

05:00 Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arion banka býr við Skildinganes í Reykjavík. Fasteignamat hússins er 105.650.000 kr.  Meira »

Kynlífið er alltaf eins

Í gær, 22:00 „Við stunduðum gott kynlíf þangað til fyrir nokkrum mánuðum þegar mér fannst við vera gera það sama aftur og aftur.“  Meira »

Þórdís Kolbrún skar sig úr í teinóttu

Í gær, 19:00 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, mætti í teinóttri dragt á Viðskiptaþing sem haldið var á dögunum. Meira »

Frönsk fegurð undir áhrifum New York

Í gær, 17:00 „Það er draumi líkast að við fáum að hanna snyrtivörulínu í samstarfi við svo þekkt lúxusmerki í snyrtiheiminum,” segja Jack McCollough og Lazaro Hernandez en þeir eru stofnendur og aðalhönnuðir bandaríska tískuhússins Proenza Schouler. Meira »

Ekki gera þessi mistök í hjónaberberginu

í gær Gunna Stella útskýrir hvers vegna okkur líður oftar en ekki betur á hótelum en hér eru nokkrar ástæður.   Meira »

Ragnheiður selur 127 milljóna hús

í gær Ragnheiður Arngrímsdóttir flugmaður og ljósmyndari hefur sett sitt fallega hús í Tjarnarbrekku á sölu.   Meira »

Sjö merki um að hann elski þig

í gær Er hann ekki búinn að segja þér að þú sért sú eina sanna? Það þarf þó ekki að þýða að hann elski þig ekki.   Meira »

Ertu bara „rebound“?

í fyrradag Er elskhugi þinn bara að nota þig til þess að komast yfir fyrrverandi maka? Vill hann halda sambandinu hversdagslegu og talar í sífellu um fyrrverandi maka? Meira »

Íslenska undrabarnið frá Google mætti

í fyrradag Íslenski ofurhuginn Guðmundur Hafsteinsson sem starfar hjá Google mætti í Iðnó á dögunum. Með honum á myndinni er Þórður Magnússon hjá Eyri Invest. Meira »

Dreymir þig um Vipp-eldhúsinnréttingu?

í fyrradag Danska fyrirtækið Vipp er þekkt fyrir ruslafötur sínar, sápuhaldara og klósetthreinsa. Nú er fyrirtækið komið með eldhúsinnréttingalínu sem hægt er að leika sér endalaust með. Meira »

Þetta bjargar málunum við mígreni

í fyrradag „Í stað þess að grípa til verkjalyfja er því hægt að taka reglulega inn Ginkgo Biloba, sem unnið er úr laufum musteristrésins. Ginkgo Biloba eða musteristrén eru meðal elstu trjátegunda í heimi og elsta tré sem vitað er um í Kína er talið vera allt að 2.500 ára gamalt.“ Meira »

Notkun þunglyndislyfja 30% meiri hér

í fyrradag Íslendingar nota 30% meira af þunglyndislyfjum en næsta Norðurlandaþjóð. Þetta kemur fram í þættinum Lifum lengur.  Meira »

Karl Lagerfeld látinn

19.2. Fatahönnuðurinn Karl Lagerfeld er látinn 85 ára gamall. Franskir fjölmiðlar greindu frá því í dag að Þjóðverjinn hefði látist í París. Meira »

8 farðar sem hafa yngjandi áhrif

19.2. Svokallaðir ofurfarðar eru frábærir til að spara tíma og stuðla að fallegri húð en þeir búa yfir virkum innihaldsefnum sem bæta ástand húðarinnar til skemmri og lengri tíma. Hér eru átta farðar sem flokka má sem ofurfarða. Meira »

Svona býr Linda Baldvinsdóttir

19.2. Linda Baldvinsdóttir markþjálfi flutti í Bryggjuhverfið síðasta sumar og hefur komið sér vel fyrir. Hún málaði allt í sínum litum og elskar að hafa það huggulegt. Meira »

Sátt við sjálfa sig án fyllinga

18.2. Courtney Cox átti mjög erfitt með að sætta sig við að eldast og lét eiga við andlit sitt þannig að hún hætti að þekkja sjálfa sig í spegli. Meira »

Daníel Ágúst mætti með hlébarðaklút

18.2. Myndlistakonan Ásdís Spanó opnaði um helgina einkasýninguna Triangular Matrix. Sýningin verður í Grafíksalnum og er opin frá 16. febrúar til 3. mars 2019. Meira »

Svona er æskuheimili Birkis Más

18.2. Landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson var alinn upp í Eskihlíð 14 í 105 Reykjavík. Hann spilaði sinn 88. leik með landsliðinu á dögunum og var valinn íþróttamaður Vals um áramótin. Meira »