Sex barna móðir fer á þorrablót

Kolbrún Kvaran er búsett í Noregi.
Kolbrún Kvaran er búsett í Noregi.

Kolbrún Kvaran, betur þekkt sem Kolla Kvaran, er sex barna móðir og söngkona sem býr í Noregi. Hún er varaformaður Íslendingafélagsins í suðurhluta landsins.Þorrablót Íslendinga eru haldin úti um allan heim. Hún er í óðaönn að undirbúa viðburðinn á þessu ári.

Kolbrún Kvaran er gift Tómasi Þráinssyni gítarleikara.

„Ég ólst upp í 101 og var miðbæjarrotta á níunda áratugnum,“ segir hún og útskýrir að eiginmanni hennar hafi boðist vinna úti í Noregi. „Fjölskyldan flutti með fjögur börn og tvo hunda út til Noregs í maí árið 2014. Það var ekki einfalt að flytja alla út. En Norðmenn eru hjálpsamir með stór hjörtu.“

Kolbrún segir talsvert öðruvísi að skipuleggja íslenskt þorrablót á erlendri grundu en á Íslandi. „Það þarf að panta allt með löngum fyrirvara sem krefst þess að við vitum hversu margir koma langt fram í tímann.

Verða að undirbúa fram í tímann

Það er ekkert um það að velja að stökkva út í búð eftir nokkrum sláturkeppum ef það koma fleiri en áætlað var. Frá ári til árs er misjafnt hvort við fáum matinn sendan í frakt frá framleiðanda eða hvort einhver er á leiðinni á milli landa á réttum tíma og getur þá flutt matinn með sér. En það sem hægt er að elda hér úti og allur annar undirbúningur er í höndum stjórnar félagsins en við erum sjö talsins.“

Kolbrún segir að á milli 60 og 80 manns komi að blóta þorrann saman í Suður-Noregi.

„Að íslenskum sið eru skemmtiatriði og fjöldasöngur og að sjálfsögðu eru íslenskir listamenn. En núna bætist við í hópinn vel þekktur Íslendingur sem ætlar að vera veislustjóri og sjá um diskótekið eftir matinn. Það er hann Skjöldur Eyfjörð, betur þekktur sem Mio Eyfjörð hér í Noregi, en hann býr í Stavanger og væntum við þess að hann haldi vel uppi fjörinu í ár.

Ég og formaðurinn, Kristín, og eiginmenn okkar munum sjá um fjöldasönginn og síðan erum við hjónin búin að vera dúettinn Igloo í mörg ár og ætlum að spila nokkur lög.

Þarna verður heljarmikið happdrætti í gangi, sem Norðmenn kalla lodd og ótrúlega flottir vinningar í boði.

Frá t.d. Kristínu sjálfri sem er með Mirra kunstbutik, skartgripi frá mér sem heita Kolla Lava collection, Skyland trampolinpark og svo mætti lengi áfram telja.“

Þorrablót plástur á heimþrána

Kolbrún segir að það að vera í tengslum við Íslendinga og hitta þá öðru hverju sé ákveðinn plástur á heimþrána.

„Ég er og verð alla tíð mikill Íslendingur í mér og það hefur ekkert minnkað á þeim tæpu fimm árum sem ég hef búið hérna. En ég er ekki á leiðinni heim til Íslands þrátt fyrir að sakna barnanna minna, sem urðu eftir, óstjórnlega mikið, barnabarna og annarra fjölskyldumeðlima og vina.

Öll sú þjónusta sem fjölskylda mín þarfnast er svo miklu betri hér úti, en við erum með tvo stráka á einhverfurófi, húsaleiga er ekki nema 1/5 af launum mannsins míns en sjálf er ég öryrki og gæti ekki lifað af því heima á Íslandi.

Það er margt sem Norðmenn gætu lært af Íslendingum og öfugt. Sennilega væri þetta hin fullkomna þjóð, ef kostir beggja þjóða yrðu settir saman eins og púsluspil,“ segir Kolbrún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál