„Oft gengið brösuglega að fá gesti til að hlusta“

Gróa Hreinsdóttir.
Gróa Hreinsdóttir.

Gróa Hreinsdóttir verður 63 ára í næsta mánuði. Hún á fimm uppkomin börn og þrjú barnabörn. Gróa er menntaður píanókennari og hefur starfað við tónlist allt sitt líf. Hún er að undirbúa að koma fram í fyrsta skipti í nýrri danshljómsveit sem ber nafnið „Eitthvað gamalt og gott“ á þorrablóti Íslendingafélagsins í Ósló 23. febrúar næstkomandi. Kórastarf og kirkjutónlist hafa togað mikið í mig svo það hefur verið aðalstarf mitt síðustu áratugi,“ segir Gróa sem er organisti við tvær kirkjur í Drammen; Tangen og Strømsø.

Gróa ætlar að leggja þorrablóti Íslendinga lið í Noregi.

Kom að stofnun danshljómsveitar

„Í mörg ár hafði Ískórinn, kór Íslendinga sungið á þorrablóti Íslendinga í Noregi. En það hafði oftast gengið brösuglega að fá gesti til að hlusta.

„Kórinn ætlar því að gefa blótsgestum frí frá kórsöng í ár. Það sem ég er hins vegar að undirbúa er að spila í danshljómsveit í fyrsta sinn á ævinni!

Við erum fimm sem bjuggum til hljómsveitina „Eitthvað gamalt og gott“. Við höfum æft einu sinni, en samt yfir 50 lög. Við ætlum að halda uppi stuðinu á ballinu. Sjálfsagt mun ég eitthvað koma að fjöldasöng, því við Ómar Diðriksson vinnum vel saman. Hann er hljómsveitarstjóri og stuðbolti.“

Gróa segir mörgum Íslendingum í Noregi mikilvægt að halda uppi gömlum siðum og venjum frá Íslandi.

„Hér eru haldnar skötuveislur fyrir jólin, hangikjötsveislur um þrettándann, stundum sláturveislur á haustin og þorrablót kringum þorrann. En það hefur ekki gengið vel sums staðar að fá fólk til að mæta og t.d. verður ekki þorrablót í Bergen að þessu sinni.“

Þéttir hópar en fámennir

Gróa segir sig undra að á fundir Íslendingafélagsins séu fámennir.

„Margir sem flytja til útlanda vilja bara verða hluti af þjóðinni sem þar býr og sækjast ekkert eftir samskiptum við Íslendinga. Minn vinahópur hittist oft heima hjá einhverjum og borðar saman. Auk þess að vera með kór Íslendinga er ég með kvennakór í Drammen þar sem helmingur kórfélaga er íslenskar konur.“

Saknar ekki roksins heima

Ískórinn mun taka þátt í kóramóti í Gautaborg í apríl. Þar koma saman um 15 íslenskir kórar sem starfa í Norður-Evrópu. Í haust kemur nýtt hollenskt orgel í kirkjuna þar sem ég starfa og verður vígt í byrjun árs 2020. Það er mikið tilstand og undirbúningur við að skipuleggja vígslumessuna, tónleika og gerð efnisskrár með upplýsingum um orgelið.“

Gróa hefur búið í Noregi í fjögur ár.

„Ég flyt ekki aftur til Íslands eins og staðan er heima. En ég kem í heimsókn til að sjá foreldra mína, börn, tengdabörn, barnabörn og vini eins oft og ég kem því við. En hér í Noregi líður mér vel og ég sakna ekki roksins heima.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál