Einkaþoturnar lenda á Íslandi árið 2019

Beyonce og Jay Z hafa heimsótt Ísland en því er …
Beyonce og Jay Z hafa heimsótt Ísland en því er spáð að fleiri milljarðamæringar mæti á klakann í ár. AFP

Samkvæmt tímaritinu Tatler munu einkaþotur ríka fólksins vera á leið til Íslands árið 2019. Ástæðan fyrir þessum vinsældum er m.a. fimm stjörnu hótelið sem Bláa lónið opnaði á síðasta ári. 

Tímaritið Tatler er lesið af þeim sem vilja fylgjast með því allra besta í heiminum í dag. Þar birtast reglulega fréttir af nýjum fatnaði, stöðum að heimsækja og fólki að umgangast. Í greininni segir: 

„Klúbbarnir við strendur Mykonos og snekkjurnar á St. Tropez tilheyra árinu 2018. Á þessu ári má gera ráð fyrir að einkaþoturnar leggi leið sína til staða sem færri þekkja. Jaclyn Sienna India, stofnandi lúxusferðaskrifstofunnar Sienna Charles, segir hina efnuðu vera að leita að öðruvísi stöðum um þessar mundir.“

Bláa lónið dregur að ferðamenn víðs vegar að um heiminn. …
Bláa lónið dregur að ferðamenn víðs vegar að um heiminn. Með tilkomu hótelsins í Bláa lóninu verður Ísland að stað fyrir hina efnuðu að mati tímaritsins Tatler. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Heitustu staðirnir á þessu ári verða að mati Tatlers Kambódía, Ísland, Ísrael, Hong Kong og Franska-Pólýnesía sem er franskt yfirráðasvæði í Suður- Kyrrahafi. 

Ísland er sagður góður staður að heimsækja bæði yfir sumar- og vetrartímann. „Þar eru frábærar heilsulindir. Landið býður upp á fjölmargar spennandi ferðir fyrir ferðamenn og svo eru hótelin góð.“ 

Ísland komst á kortið hjá hinum efnuðu eftir að fimm stjörnu hótel Bláa lónsins opnaði - The Retreat. Sienna mælir með því hóteli sem og þyrluflugi um landið. Hótel Deplar, Ólafsfirði, er einnig heillandi að hennar mati. 

View this post on Instagram

Is there anything better than a hot bath in the wintertime? #TheRetreatBlueLagoon

A post shared by The Retreat at Blue Lagoon (@retreat.bluelagoon) on Jan 21, 2019 at 7:02am PST

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál