„Verðum að vera á Íslandi ef við vinnum“

Peter Fenner og Friðrik Ómar.
Peter Fenner og Friðrik Ómar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Poppstjarnan Friðrik Ómar Hjörleifsson tók þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins hérlendis í febrúar með lagið Hvað ef ég get ekki elskað? Þótt lagið hafi ekki komist áfram er Friðrik Ómar samt kominn til Tel Aviv. 

Friðrik Ómar þekkir Eurovision-heiminn út og inn en hann keppti fyrir Íslands hönd árið 2008 ásamt Regínu Ósk Óskarsdóttur með lagið This Is My Life. Þótt Friðrik Ómar hafi ekki komist til Ísrael til að keppa í Eurovison fyrir Íslands hönd komst hann þó til Tel Aviv því hann ráðinn til að skemmta hörðustu Eurovision-aðdáendunum ásamt Selmu Björnsdóttur og Heru Björk Þórhallsdóttur.

Hvernig varð þér við þegar þér var boðið að skemmta í Ísrael?

„Ég var nú mjög rólegur þar sem við höfum verið nokkuð dugleg við að koma fram fyrir aðdáendur keppninnar víðsvegar um Evrópu. En ég er hinsvegar spenntur fyrir Tel Aviv. Hef ekki komið þangað áður,“ sagði Friðrik Ómar í samtali við Morgunblaðið áður en hann hélt utan.

„OGAE er félag aðdáenda keppninnar líkt og FÁSES hér heima og þeir standa fyrir viðburðum á EuroCafé sem er klúbbur sem ferðast með keppninni í raun. Þar munum við Selma og Hera koma fram ásamt fullt af fyrrverandi keppendum,“ segir hann og bætir við:

„Þetta er bara þetta eina gigg og svo verðum við bara að túristast og vonandi náum við að mæta í salinn 14. febrúar þegar Hatari stígur á svið. Við styðjum þá alla leið.“

Lagið This is my life lifir í hjörtum Eurovison-aðdáenda. Friðrik Ómar segir að það sé bara ekkert skrýtið.

„Örlygur Smári hitti hommana í hjartastað með laginu og Peter Fenner og Páll Óskar gerðu það gott með þessum texta. Við Selma munum koma fram saman og taka nokkra dúetta og auðvitað nokkur önnur íslensk lög sem keppt hafa fyrir Íslands hönd. Það er það sem áðdáendurnir vilja. Þetta eru the „hardcore fans“! Þeir þekkja öll lögin okkar Íslendinga.“

Áður en Friðrik Ómar hélt til Ísrael setti hann saman lagalistann ásamt Selmu Björnsdóttur en annars var hann bara á því að ferðast létt. „Lagalistinn er mikilvægasti undirbúningurinn. Annars bara léttur klæðnaður í tösku, sólarvörn númer 100, aðrar varnir og meikið,“ segir hann og hlær.

Friðrik Ómar vakti athygli í undankeppninni hérna heima þegar hann klæddist hvítum fötum frá toppi til táar. Verður þú í hvítu fötunum í Ísrael?

„Nei, til að tóna við Selmu verður það nú eitthvað minimalískara. En við verðum flott. Tökum þetta alla leið.“ Friðrik Ómar og Selma ætla að vera í Ísrael í viku.

„Við komum heim fyrir úrslitakvöldið 18. maí. Við verðum að vera á Íslandi ef við vinnum nú keppnina. Hér verður brjáluð stemning. Ég er sannfærður um að við komumst áfram. Sjáum svo til með úrslitakvöldið. Maður vonar það besta. Ég er þó viss um að við Íslendingar verðum sáttir með Hatara eftir keppni.“

Friðrik Ómar og Selma ásamt aðdáendum sínum.
Friðrik Ómar og Selma ásamt aðdáendum sínum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Kærustuparið Kolbeinn Tumi og Selma Björnsdóttir.
Kærustuparið Kolbeinn Tumi og Selma Björnsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál