Kjólarnir í brúðkaupi Gylfa og Alexöndru

Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson gengu í heilagt …
Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson gengu í heilagt hjónaband í dag við Como vatn á Ítalíu. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Óhætt er að segja að brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur sé brúðkaup ársins, allavega það sem af er ári. Þau giftu sig fyrr í kvöld við Como-vatn á Ítalíu, nánar tiltekið á Villa Balbiano sem er vinsæll brúðkaupsstaður. 

Athygli vakti hvað gestirnir voru glæsilega til fara enda öllu tjaldað til á ástarhátíð Gylfa Þórs og Alexöndru. 

Móeiður Lárusdóttir og Hörður Björgvin Magnússon voru glæsilega til fara. Hún var í glæsilegum þunnum ferskjulituðum síðkjól með Chanel-tösku og hann í ljósbláum jakkafötum. 

View this post on Instagram

Dream place, dream guy ❤️#lexasig

A post shared by Móeiður Lárusdóttir (@moeidur) on Jun 15, 2019 at 9:10am PDT

Pattra og Theódór Elmar geisluðu eins og sólin sjálf en þessi mynd var tekin á leið í brúðkaupið. 

View this post on Instagram

En route🎊 #RoadtoComo19 #Lexasig

A post shared by Pattra S (@trendpattra) on Jun 15, 2019 at 1:14pm PDT

Fanney Ingvarsdóttir flugfreyja og bloggari klæddist ljósum kjól í brúðkaupinu. Hér er hún ásamt Teiti Páli Reynissyni kærasta sínum. 

View this post on Instagram

Við getum vel vanist því að fara í brúðkaup á Ítalíu á hverju ári. 😜 #lexasig

A post shared by Fanney Ingvarsdóttir (@fanneyingvars) on Jun 15, 2019 at 12:34pm PDT

Ása Reginsdóttir og Emil Hallfreðsson keyrðu nú bara í brúðkaupið því þau eru búsett á Ítalíu. 

View this post on Instagram

Fyrir fallegasta fyrirpartý àrsins 🥰 #lexasig

A post shared by Àsa Reginsdóttir (@asaregins) on Jun 15, 2019 at 4:55am PDT

Rúrik Gíslason lét sig ekki vanta en hér er hann með kærustu sinni, Nathaliu Soliani, sem er brasilísk fyrirsæta. Hún var í ferskjulitum kjól líkt og Móeiður Lárusdóttir. 


Hannes Þór Halldórsson og Halla Jónsdóttir mættu í sínu fínasta pússi. Hún í bleikum kjól með Gucci-tösku í stíl við jakkaföt eiginmannsins. 

View this post on Instagram

💍 #lexasig

A post shared by Hannes Halldórsson (@hanneshalldorsson) on Jun 15, 2019 at 11:35am PDT


Stefanía Jakobsdóttir klæddi sig upp á og mætti í þessum fallega gullkjól. Alexandra Helga Ívarsdóttir.
Alexandra Helga Ívarsdóttir.