Erna Hrönn og Jörundur loksins hjón

Erna Hrönn og Jörundur á brúðkaupsdaginn sinn.
Erna Hrönn og Jörundur á brúðkaupsdaginn sinn.

Erna Hrönn útvarpsstjarna á K100 og söngkona giftist unnusta sínum, Jörundi Kristinssyni sem starfar hjá Origo, um helgina. Brúðkaupið var ekki bara ástarhátíð heldur tónlistarveisla. Erna Hrönn á þéttan vinahóp úr tónlistarlífinu og sáu vinirnir til þess að veislan varð algerlega ógleymanleg. Sigga Beinteins, Friðrik Ómar, Selma Björns og Regína Ósk, svo einhverjir séu nefndir, slógu þvílíkt í gegn. 

Erna Hrönn var glæsileg á brúðkaupsdaginn sinn í afar fallegum skósíðum kjól með blúndu og silfri. Hann klæddist vel sniðnum jakkafötum. Elín Reynisdóttir ofurförðunarfræðingur farðaði brúðina fyrir stóra daginn og Emilía á Emóru greiddi henni, en eins og sést á myndunum var hvort tveggja vel heppnað. 

Hjónin eiga samtals sex börn og eru búin að vera saman í um áratug. 

View this post on Instagram

💕 . #ernundur

A post shared by Mummi Lú (@mummi_lu) on Jun 15, 2019 at 3:35pm PDT

View this post on Instagram

Glæsileg hjón hér á ferð 💕#ernundur #brúðkaupársins #love #ernahrönn #wedding

A post shared by Thelma Ögn Sveinsdóttir (@thelmaogn) on Jun 16, 2019 at 4:36pm PDT

View this post on Instagram

#ernundur

A post shared by Brynja Ólafsdóttir (@brynjaolafsdottir) on Jun 15, 2019 at 2:45pm PDT

View this post on Instagram

#ernundur

A post shared by Selmabjorns (@selmabjorns) on Jun 15, 2019 at 2:30pm PDTmbl.is