Oprah Winfrey með nýja takta

Fjölmiðlakonan vinsæla Oprah Winfrey hefur unnið ótal sigra í gegnum …
Fjölmiðlakonan vinsæla Oprah Winfrey hefur unnið ótal sigra í gegnum lífið. Hún er dugleg að tala um tilgang lífsins og gaf nýverið út bók um málefnið. mbl.is/AFP

Fjölmiðlakonan Oprah Winfrey hefur verið á kynningarferðarlagi um Bandaríkin og Kanada að undanförnu vegna útgáfu bókarinnar The Path Made Clear sem fjallar um tilgang lífsins. 

Kynningaferðalaginu lauk í Vancouver í Kanada þar sem Oprah steig á svið og dansaði með áhorfendum sínum við lagið Can´t Stop the Feeling eftir Justin Timberlake. Ástæðan fyrir þessu var sú að aðdáendur hennar höfðu verið að dansa fyrir upphafsatriðið hennar og í stað þess að fara beint í að tala við þau, hvatti hún fólk til að halda áfram að dansa með henni. 

Eitt af því sem einkennir Oprah er færni hennar í að mæta fólki þar sem það er. Þetta atriði sýndi einmitt það sem og hvað Oprah sjálf er frábær persóna. 

The Path Made Clear fjallar um tilgang lífsins. Að hver og einn hafi ákveðið hlutverk og leiðin sé vörðuð í lífinu þegar fólk er tilbúið að stíga inn í tilganginn sinn. 

Líf Winfrey hefur einkennst af kraftaverkum að hennar mati. Hún trúir ekki á heppni, heldur telur hún að með góðum undirbúningi og réttum tækifærum sé hægt að upplifa hluti sem sumir kalla heppni en hún vill meina að séu kraftaverk. 

Hún trúir á Guð og segir að allir ættu að finna sitt æðra og vinna með því. 

„Hvað ætlarðu að gera við árin þín hér? Við lifum ekki að eilífu og þurfum að nota tímann okkar hér vel. Við erum öll kölluð til meira lífs á jörðinni. Við þurfum bara að stíga inn í tilganginn þegar við erum tilbúin til þess. Með því að hlusta á innsæið getum við átt fallegt og innihaldsríkt líf sem við sköpum með Guði.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál