Elli og Solla létu pússa sig saman

Elías Guðmundsson og Sólveig Eiríksdóttir gengu í hjónaband í gær.
Elías Guðmundsson og Sólveig Eiríksdóttir gengu í hjónaband í gær. Ljósmynd/Facebook

Sólveig Eiríksdóttir grænmetis- og veganfrumkvöðull, oft kennd við Grænan kost og Gló, gekk að eiga kærasta sinn, Elías Guðmundsson í gær. Athöfnin fór fram í Fríkirkjunni í Hafnarfirði en svo var slegið upp veislu í Valsheimilinu.

Hjónin, Solla og Elli eins og þau eru yfirleitt kölluð, eru búin að vera saman í tæpa tvo áratugi og því ekki úr vegi að ganga í heilagt hjónaband. Jóna Hrönn Bolladóttir gaf brúðhjónin saman við hátíðlega athöfn. Eftir afhöfnina var haldið í Valsheimilið þar sem ekkert var til sparað til að gera daginn sem eftirminnilegastan. 

Viðburðafyrirtækið Vor Austmann & Agnes skipulögðu brúðkaupið. Boðið var upp á fallegar og fínar veitingar og svo komu landsþekktir skemmtikraftar og héldu uppi stuðinu eins og Bríet, Helgi Björns, Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Pétur Jóhann Sigfússon. Veislustjórn var í höndum Agnesar Kristjónsdóttur og Ævars Österby. 

 Eins og sjá má á myndunum var mikið fjör í veislunni. 

View this post on Instagram

Fjallalæður a.k.a Kórinn sem kann ekki textann. #sollaogelli

A post shared by unnurvaldis (@unnurvaldis) on Aug 17, 2019 at 4:25pm PDT



View this post on Instagram

LOVE! 💜 #sollaogelli @dagnyberglind @stefdarri @davidrafn

A post shared by Eva Dögg Rúnarsdóttir (@evadoggrunars) on Aug 17, 2019 at 3:50pm PDT



View this post on Instagram

with my @ilona_grimm ❤️ @ #sollaogelli wedding photo credit Sir Alastair

A post shared by Pétur Einarsson (@p_e_t_u_r) on Aug 17, 2019 at 2:10pm PDT

View this post on Instagram

Innilega til hamingju með daginn ykkar flottu brúðhjón ❤ #sollaogelli

A post shared by Ingibjörg Grétarsdóttir (@bjoggagr) on Aug 17, 2019 at 12:11pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál