Lizzo fáklædd og hefur ekkert að fela

Söngkonan Lizzo er ófeimin við að sýna línurnar. Hún vakti ...
Söngkonan Lizzo er ófeimin við að sýna línurnar. Hún vakti athygli fyrir söngatriði sitt á MTV verðlaununum. mbl.is/AFP

Að mati Huffington Post var sönkonan Lizzo öðrum fremri þegar kom að innihaldsríkum skilaboðum til veraldarinnar á MTV hátíðinni. Hún mætti í samfellu einni klæða og sýndi að hún er stolt að eigin líkama. Þó aðrir séu kannski á öðru máli um hvernig hún lítur út.

Lizzo var glæsileg í gulum fatnaði og skóm í stíl.
Lizzo var glæsileg í gulum fatnaði og skóm í stíl. mbl.is/AFP

Lizzo er þekkt fyrir tónlistina sína en ekki síður viðhorfið sitt til lífsins og tekur hlutunum ekki of alvarlega eins og sjá má á ljósmyndum frá hátíðinni. Tónlistaratriðið vakti lukku hjá mörgum þó það hafi seint getað flokkast fyrir alla aldurshópa.

Sitt sýnist hverjum um þetta uppátæki hennar. En þeir sem aðhyllast þá skoðun að konur og karlar mega vera allskonar, hvetja hana áfram til dáða. 

Á vef Huffington Post er haft eftir henni að það sé erfitt að elska sjálfan sig án skilyrða í veröld sem elskar mann ekki til baka. 

View this post on Instagram

This was a major highlight from the MTV VMAs. 💯 Lizzo brought down the house at the 2019 MTV VMAs with her performance of her songs “Truth Hurts” and “Good As Hell.” Rocking a corset-front trench coat, Lizzo’s performance was an ode to self-love and empowerment. Click the link in bio to read more about her performance! // 📸: Getty Images

A post shared by HuffPost (@huffpost) on Aug 27, 2019 at 7:59am PDT

Atriði Lizzo var ekki fyrir viðkvæma.
Atriði Lizzo var ekki fyrir viðkvæma. mbl.is/AFP
mbl.is