Fann ástina í örmum gamals bekkjarbróður úr Garðaskóla

Þorvaldur Steinþórsson og Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir.
Þorvaldur Steinþórsson og Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir. Ljósmynd/Facebook

Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir og Þorvaldur Steinþórsson eru glæsilegt par en þau hnutu um hvort annað í vor. Þau voru þó ekki að kynnast í fyrsta skipti því þau voru saman í Garðaskóla þegar þau voru unglingar. 

Ásta Hrafnhildur starfaði lengi í fjölmiðlum, fyrst í Stundinni Okkar þar sem hún heillaði börn og foreldra upp úr skónum með kettinum Kela. Síðan fór hún að vinna á Séð og heyrt, Fréttablaðinu og á fleiri stöðum. Nú er hún hinsvegar að læra að vera leiðsögumaður. Þorvaldur rekur hjálpartækjaverslunina Adam og Eva ásamt því að reka Önundarholt sem býður upp á gistingu og heilsulind fyrir ferðamenn. 

Eins og sjá má á myndinni var parið í spariskapi um helgina þar sem þau mættu saman í brúðkaup og fögnuðu ástinni með vinum. 

mbl.is