Dóra: Fagurkeri sem segir best að daðra á Instagram

Dóra Jóhannsdóttir endurnærir sig í sundi og nuddi svo dæmi …
Dóra Jóhannsdóttir endurnærir sig í sundi og nuddi svo dæmi séu tekin. Ljósmynd/Aðsend

Dóra Jóhannsdóttir, leikkona og leikstjóri, er stofnandi spunaleikhópsins Improv Ísland. Hún er mikið fyrir dekur og lítur alltaf vel út þrátt fyrir að spá lítið í tísku og útliti. Hún er yfirhandritshöfundur áramótaskaupsins í ár. 

Hver er uppáhaldsbókin þín?

„Ég á enga sérstaka uppáhaldsbók en síðasta bókin sem ég las var Karítas án titils og mér fannst hún æðisleg.“

Áttu uppáhaldssjónvarpsefni?

„Það er svo margt gott í boði. Ég hef horft á Saturday Night Live frá því að ég var unglingur. Núna er ég að horfa á Fleabag, sem ég mæli með. Svo verð ég að minnast á frábæra þætti sem eru í gangi á RÚV núna og heita Heilabrot.“

Áttu þér uppáhaldsgrínista?

„Spunaleikararnir í Improv Ísland. Líka Kirsten Wiig og Fred Armisen.“

Kirsten Wiig er áhugaverð að mati Dóru.
Kirsten Wiig er áhugaverð að mati Dóru.

Hver er uppáhaldskvikmyndin þín?

„Ég get horft aftur og aftur á Mary Poppins.“

Hvað gerir þú til að dekra við þig?

„Ég fer mjög oft í sund með syni mínum. Þá eru Vesturbæjarlaugin og Neslaugin í uppáhaldi. Þá eyði ég dágóðum tíma í gufunni. Finnst allir dagar betri þegar ég næ að fara í gufu. Þá hverfa allar áhyggjur og spenna. Svo leyfi ég mér að fara í spa einu sinni í mánuði. Síðan er svo sturlað gaman að æfa og sýna með Improv Ísland að það mætti algjörlega flokka það undir dekur.“

Dóra fer mjög oft í sund með syni sínum. Hún …
Dóra fer mjög oft í sund með syni sínum. Hún kann að meta Vesturbæjarlaugina svo dæmi séu tekin.

Hvert er uppáhaldstískumerkið þitt?

„Warrior er geggjað flott.“

Hvaða hönnuð heldur þú upp á?

„Ýri Þrastardóttur.“

Hvað þýðir tíska fyrir þig?

„Ég pæli sama sem ekkert í tísku. Geng alltaf bara um í gallabuxum, hettupeysu og íþróttaskóm. Ég hef aldrei keypt föt á netinu. En þegar ég vil vera mjög fín finnst mér gaman að vera í kjólum, þá bæði eftir íslenska hönnuði eða bara úr einhverri ódýrri búð.“

Hver er uppáhaldsliturinn þinn?

„Grænn, í stíl við augun.“

Hvaða óþarfa keyptirðu þér síðast?

„Mér finnst ég alltaf vera að kaupa mér varaliti, en ég týni þeim jafnóðum. Ég ætti í rauninni bara að sleppa því, í staðinn fyrir að nota hvern bara einu sinni.“

Hver er uppáhaldsíþróttafatnaðurinn þinn?

„Jógabuxur og hlýrabolur.“

Hvaða hlutur er ómissandi?

„Húmorinn.“

Hver er mest notaða snyrtivaran í snyrtitöskunni?

„Gullpenninn frá Yves Saint Laurent.“

Gullpenninn frá Yves Saint Laurent.
Gullpenninn frá Yves Saint Laurent.

Hver er uppáhaldsverslunin þín?

„Kjötborg.“

Hver er uppáhaldsborgin til að versla í?

„Ég eyði vanalega ekki miklum tíma í að versla þegar ég er í útlöndum. Mér finnst það eiginlega bara frekar leiðinlegt.“

Áttu þér uppáhaldsflík?

„Núna er það Warrior-gallinn minn sem ég er nýbúin að fá. Sjúklega þægilegur og flottur. Gæti verið í honum á hverjum degi.“

Hver er besti veitingastaðurinn á Íslandi að þínu mati?

„Mandi.“

Áttu uppáhaldsmorgunmat?

„Já, það er egg og beikon og amerískar pönnukökur.“

Amerískar pönnukökur eru í uppáhaldi hjá Dóru.
Amerískar pönnukökur eru í uppáhaldi hjá Dóru. Ljósmynd/Thinkstockphotos.

Hvert er uppáhaldssmáforritið?

„Instagram. Best að daðra þar.“

Hvað er á óskalistanum?

„Ný íbúð.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »