Ár síðan Kristín Sif missti manninn sinn

Kristín Sif Björgvinsdóttir missti unnusta sinn fyrir ári.
Kristín Sif Björgvinsdóttir missti unnusta sinn fyrir ári.

Kristín Sif Björgvinsdóttir, útvarpsstjarna á K100, hnefaleikakona og crossfittari, missti unnusta sinn, Brynjar Berg, fyrir ári. Kristín Sif segist vera óendanlega þakklát fyrir hvað allir hafa stutt vel við bakið á henni síðasta árið. 

„Ennþá skrítið og óraunverulegt að þú ert ekki hér hjá okkur Brynjar Berg. Ótrúlegt að það sé komið heilt ár og svo margt sem hefur gerst en samt bara augnablik síðan. Við elskum þig og gleymum þér aldrei,“ segir Kristín Sif á Facebook-síðu sinni. 

„Stundum hugsa ég að ég hef ekki náð að þakka öllum sem hafa staðið við bakið á mér og krökkunum nægilega mikið fyrir allt. Ég vil að þið öll vitið hvað ég er þakklát fyrir kærleikinn, stuðninginn, vináttuna, ástina, knúsin, spjöllin, hláturinn, gráturinn og allt það sem þið hafið gefið mér. Ég er svo sannarlega rík og umkringd góðu fólki og er virkilega þakklát fyrir ykkur öll.“

Með færslunni birti hún fremsta hlutann úr Korintubréfinu:

Þótt ég talaði tungum manna og engla
en hefði ekki kærleika
væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla.
Og þótt ég hefði spádómsgáfu
og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking
og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú að færa mætti fjöll úr stað en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt.
Og þótt ég deildi út öllum eigum mínum
og þótt ég framseldi líkama minn til þess að verða brenndur
en hefði ekki kærleika,
væri ég engu bættari.
Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki.
Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp.
Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin,
hann reiðist ekki, er ekki langrækinn.
Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni en samgleðst sannleikanum.
Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt.
Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.
En spádómsgáfur, þær munu líða undir lok,
og tungur, þær munu þagna, og þekking, hún mun líða undir lok.
Því að þekking vor er í molum og spádómur vor er í molum.
En þegar hið fullkomna kemur líður það undir lok sem er í molum.
Þegar ég var barn talaði ég eins og barn,
hugsaði eins og barn og ályktaði eins og barn.
En þegar ég var orðinn fulltíða lagði ég niður barnaskapinn.
Nú sjáum vér svo sem í skuggsjá, í ráðgátu,
en þá munum vér sjá augliti til auglitis.
Nú er þekking mín í molum
en þá mun ég gjörþekkja eins og ég er sjálfur gjörþekktur orðinn.
En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt,
en þeirra er kærleikurinn mestur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál