Nökkvi Fjalar og Anna Lára hætt saman

Nökkvi Fjalar og Anna Lára eru hætt saman.
Nökkvi Fjalar og Anna Lára eru hætt saman. Ljósmynd/Þorgeir Ólafsson

Frumkvöðullinn Nökkvi Fjalar Orrason og fegurðardrottningin Anna Lára Orlowska eru hætt saman. Nökkvi greindi frá því í færslu á Instagram að hann hafi leigt út íbúðina sína og flutt heim til pabba síns og mömmu. Nökkvi og Anna hafa verið saman í nokkur ár en nú er allt búið milli parsins. 

Nökkvi og Anna Lára hafa bæði verið áberandi síðustu árin en hann er einn af stofnendum Áttunnar. Anna Lára var krýnd Ungfrú Ísland árið 2016 og rekur nú veisluþjónustuna Orlowska Events. 

mbl.is