Ætlar að reyna haga sér eins og maður

Fannar Ingi í Hipsumhaps átti gott ár.
Fannar Ingi í Hipsumhaps átti gott ár. Ljósmynd/Baldur Kristjánsson

Fannar Ingi Friðþjófsson skaust upp á stjörnuhiminninn árið 2019 en þrátt fyrir velgengni Hipsumhaps stóð sextugsafmæli móður hans upp úr á árinu. Fannar Ingi ætlar halda áfram að semja tónlist á næsta ári auk þess sem hann ætlar að hugsa enn betur um jörðina og endurvinna sorp. 

Hápunktur ársins 2019?

„Spánarferðin með fjölskyldunni. Mamma sextug.“

Lágpunktur ársins 2019?

„Að setja bílinn minn á sölu.“

Skrýtnasta augnablikið árið 2019?

„Þegar ég komst að því að jörðin er ekki flöt.“

Hvernig ætlar þú að fagna nýju ári?

„Ég ætla að renna í splitt á stofugólfinu með Gunnu frænku.“

Hvernig leggst nýtt ár í þig?

„Bara vel. 2020 er falleg tala og við þurfum að bíða til ársins 2121 til að fá aðra sambærilega. Þá verð ég líka 130 ára.“

Áramótaheit fyrir 2020?

„Reyna að haga mér eins og maður, semja lag um það og endurvinna sorp.“

Ætlar þú að vera duglegri að gera eitthvað árið 2020 en þú varst árið 2019?

„Ég ætla að lesa meira og heimsækja systur mína oftar.“

Réttur ársins í eldhúsinu þínu?

„Grískt jógúrt.“

Besta bók ársins?

„Þessar fimm sem safna ryki á náttborðinu mínu.“

Besta kvikmynd ársins?

„John Wick 3.“

Bestu þættir ársins?

„It's Always Sunny in Philadelphia.“

Besta lag ársins?

„FML (lífið sem ég vil) með Splifsumsplafs.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál