Kristín Sif komin með kærasta

Kristín Sif og Aaron Kaufman.
Kristín Sif og Aaron Kaufman. Skjáskot/Instagram

Útvarpsstjarnan Kristín Sif Björgvinsdóttir er komin með kærasta ef marka má nýjustu færslu hennar á Instagram. 

Sá heppni er Aaron Kaufman en Kristín birti mynd af þeim saman um helgina. Undir myndina skrifaði Kristín að ævintýri lífsins væru enn betri þegar maður hefði einhvern til að deila þeim með.

Kristín Sif á tvö börn úr fyrra hjónabandi en hún missti eiginmann sinn, Brynjar Berg Guðmundsson, í október 2018. 

mbl.is