Björgólfur Thor veiktist af veirunni

Björgólfur Thor Björgólfsson og fjölskylda veiktust af veirunni.
Björgólfur Thor Björgólfsson og fjölskylda veiktust af veirunni.

Viðskiptamaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson greinir frá því í nýrri bók Björns Inga Hrafnssonar, Vörn gegn veiru, að hann og fjölskylda hans hafi veikst af kórónuveirunni.

Í pistli í bókinni segir Björgólfur Thor, sem búsettur er í London, að þau fjölskyldan hafi veikst af veirunni í mars síðastliðnum. 

Vinur Björgólfs Thors, fótboltamaðurinn David Beckham, og eiginkona hans, Victoria Beckham, eru einnig sögð hafa smitast í mars síðstliðnum. Bæði Beckham og Björgólfur Thor voru hér á landi í sumar að veiða í Haffjarðará á Snæfellsnesi.

mbl.is