Bjössi í Mínus krassaði gjörsamlega

Björn Stefánsson er gestur Sölva Tryggvasonar.
Björn Stefánsson er gestur Sölva Tryggvasonar.

Björn Stefánsson er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi Sölva. Björn, sem var ungur orðinn einn hæfileikaríkasti trommuleikari sem Ísland hefur átt, skipti síðan alveg um takt og gerðist leikari. Hann hefur fengið mikið lof fyrir leiklistina á síðustu árum og á tímabili gekk það vel að Björn vann yfir sig.

„Á endanum var ég hættur að sofa. Ég var búinn að vera með kveikt á kertinu báðum megin í of langan tíma. Fyrir tveimur árum var ég í fjórum sýningum í einu; Ellý, Bláa hnettinum, Himnaríki og helvíti og að æfa Rocky Horror líka. Þetta átti ekki að gerast, en Ellý varð svo vinsæl sýning og svo hittist þetta einhvern veginn svona á. Ég funkeraði á sviðinu, en svo krassaði ég algjörlega. Ég fór til leikhússtjórans og sagði henni að ég væri að vinna of mikið og hún fór í að finna lausn á þessu. Ég upplifði þetta tímabil þannig að heilinn í mér var hættur að taka almennilega á móti upplýsingum, ég var einhvern veginn bara að reyna að komast í gegnum dagana, en mér leið eins og ég væri hættur að geta lært og heilinn væri einhvern veginn að slökkva á sér. Ég fór í algjöran hjúp eftir þetta, fór til læknis og ég fékk lyf, því að ég þurfti meðal annars að ná að sofa og það var allt komið úr skorðum. Þetta var orðið svo slæmt að ég þurfti að taka svefntöflu og vera svo með aðra á náttborðinu til að taka þegar ég vaknaði um nóttina. Ég hafði alltaf verið mikið á móti lyfjum, en þarna fattaði ég að ég yrði að nota öll möguleg vopn. Þegar maður er alveg hættur að sofa hættir maður að funkera. En með góðri hjálp náði ég að vinna vel út úr þessu. Ég hef eiginlega aldrei verið betri en í dag, en það er mikil vinna að ná sér út úr svona ástandi.“

Björn segir í viðtalinu líka frá tímabilinu þegar hann var lykilmaður í hljómsveitinni Mínus sem náði talsverðum hæðum erlendis á sínum tíma.

„Þetta var verst í Bandaríkjunum. Við fórum úr því að vera með rútu með kojum í yfir í að þetta var bara einhvern veginn. Við þurftum eiginlega að redda okkur gistingu einhvers staðar á hverju einasta kvöldi í tvo mánuði, þar sem við sváfum bara einhvers staðar. Ég man eftir tveimur skiptum þar sem ég svaf í „lazy-boy“-stól í miðju partíi og það var bara partí á fullu á meðan maður svaf á miðju gólfi. Þetta var geggjað tímabil, en ég myndi aldrei geta lagt þetta á mig í dag. En þarna vorum við ungir og við slepptum því bara mjög oft að sofa og borðuðum eitthvert rusl og höfðum gaman. Við vorum á stanslausum ferðalögum og lífsstílinn var alls ekki góður.“

Í viðtalinu fara Sölvi og Björn yfir Mínus-tímabilið, sem var æði skrautlegt á köflum, ástríðuna fyrir leiklistinni og margt margt fleira.

Hlusta má á þáttinn í heildsinni á hlaðvarpsvef mbl.is og hér fyrir neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál