Grímur og Svanhildur Nanna rugla saman reytum

Grímur Garðarsson og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir eru að hittast.
Grímur Garðarsson og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir eru að hittast. Ljósmynd/Samsett

Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir fjárfestir og Grímur Garðarsson, einn af eigendum Bestseller á Íslandi, eru nýjasta parið í bænum. 

Bæði eru þau áberandi í íslensku viðskiptalífi, hún hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja á Íslandi og var um tíma stjórnarformaður VÍS og hann er einn af eigendum Varðar Capital sem rekur meðal annars Vero Moda-verslanirnar á Íslandi. 

DV greindi fyrst frá sambandi þeirra. 

mbl.is