Tók áhættu í miðjum heimsfaraldri

Sara Björk Purkhús mælir með því að keypt sé fallegt …
Sara Björk Purkhús mælir með því að keypt sé fallegt fermingarskraut sem getur gengið áfram inn í vorið á heimilinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sara Björk Purkhús viðskiptafræðingur stofnaði Purkhús árið 2017. Í fyrstu var fyrirtækið netverslun en nú er hún einnig með verslun. Samhliða rekstrinum var hún í fullu starfi sem fyrirtækjaráðgjafi í banka þangað til sumarið 2020 þegar hún ákvað að taka áhættu í miðjum heimsfaraldri og segja upp vinnunni og einbeita sér að fyrirtæki sínu. Hún opnaði verslun í Ármúla 40.

„Þetta var nokkuð mikil áhætta þar sem kærasti minn, Ágúst Orri, hafði nýlega misst vinnuna hjá Icelandair. Verslunin hefur stækkað hratt og vel undanfarna mánuði og fer verslunarrýmið í Ármúla 40 nánast að verða of lítið fljótlega.“

Hverju mælirðu með í skreytingar á þessu ári þegar kemur að fermingum?

„Ég mæli með fallegum litum og skreytingum sem eru ekki endilega „bara“ fermingarskreytingar, heldur hægt að nota í skreytingar fyrir fleiri tilefni eða bara í skreytingu á heimilinu sjálfu. Það geta til dæmis verið þurrkuð blóm og strá, greinar með fallegu skrauti á og falleg kerti í borðskreytinguna. Það er alltaf gaman að sjá fallega dekkuð borð. Til dæmis fallegur dúkur, fallegir kökudiskar, áhöld og föt undir veitingar, fallegar servíettur og fleira.“

Það kunna allir fjölskyldumeðlimir að stilla sér fallega upp fyrir …
Það kunna allir fjölskyldumeðlimir að stilla sér fallega upp fyrir ljósmyndatöku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hrifin af snúnum kertum og þurrkuðum stráum

Er eitthvað sem þér finnst sérstaklega fallegt?

„Í borðskreytingu er ég sérstaklega hrifin af fallegum snúnum kertum og þurrkuðum stráum.

Einnig finnst mér fallegt að skreyta greinar með alls konar fallegu skrauti, til dæmis með fjaðrablómunum eða glerdropunum sem við seljum. Bæði fjaðrablómin og glerdroparnir fást í ýmsum fallegum litum. Þessar vörur bjóða upp á alls konar skemmtilega möguleika.“

Hvað er nýtt og fallegt þegar kemur að litum og skrauti?

„Pastelfjólublár og fleiri pastellitir eru áberandi núna. Mér finnst það ótrúlega skemmtilegt og er mjög hrifin af þessum fallegu litum. Annað sem er nýtt en samt gamalt eru snúnu kertin. Þau hafa verið ótrúlega áberandi og vinsæl undanfarna mánuði. Maður hefur heyrt marga segja að kertin minni þá á „gamla daga“ þar sem kerti voru oft snúin hér áður fyrr. Nú fást snúnu kertin hjá okkur í alls konar litum, stærðum og gerðum.“

Greinar, rómantískir litir og fjaðrir fara vel saman.
Greinar, rómantískir litir og fjaðrir fara vel saman. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það er ákaflega margt sem Söru Björk þykir fallegt.

„Smekkur minn er mjög breiður. Ég elska hlýja og fallega jarðliti á sama tíma og ég er að elska alla þessa pastelliti sem eru svo vinsælir núna. Bleikur og grænn hafa líka alltaf verið ofarlega á listanum hjá mér.

Ég er líka mjög hrifin af öllu basti, hvort sem það eru ljós, smáhlutir eða húsgögn. Bastið skapar svo mikla hlýju og kósí stemmingu.“

Bjartir og fallegir litir ofan í glerskálum gera mikið fyrir …
Bjartir og fallegir litir ofan í glerskálum gera mikið fyrir veisluborðið. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Blómleg litrík strá eru vinsæl núna.
Blómleg litrík strá eru vinsæl núna. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »