Svona væru hinir fullkomnu páskar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra er ekki með neinar sérstakar páskahefðir aðrar en að slaka á og hafa það notalegt. Ein hennar besta páskaminning er að drekka heitt kakó úr páskastelli Áslaugar ömmu sinnar en í dag er stellið í hennar eigu. 

„Ég vil njóta páskanna í rólegheitum, með vinum og/eða fjölskyldu. Ég vil ekki hafa of mikið fyrir stafni, frekar safna kröftum eða skipuleggja eitthvað óvænt,“ segir Áslaug þegar hún er spurð hvernig páskatýpa hún sé.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mætti í höfuðstöðvar Landhelgisgæslunnar þegar byrjaði …
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mætti í höfuðstöðvar Landhelgisgæslunnar þegar byrjaði að gjósa. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hvað finnst þér mikilvægast við páskana?

„Að brjóta upp hversdagsleikann.“

Upp á síðkastið hefur Áslaug verið í töluverðu heilsuátaki sem gengur út á að skokka en þess á milli mætir hún á æfingar úti á Granda. Hún vill nú ekki gera mikið úr þessu.

„Ég hef bara reynt að halda jafnvægi í því og gæta þess að gleyma ekki að hugsa um sjálfa mig,“ segir hún.

Ætlar þú að nýta páskana til að iðka hreyfingu?

„Vonandi verður veðrið þannig að það hvetji mig til þess að skella mér gangandi á fjall og á hestbak.“

Eruð þið fjölskyldan með einhverjar sérstakar páskahefðir?

„Nei, engar sérstakar hefðir. Ég hef alveg gaman af hefðum en ég vil þó gæta þess að þær séu ekki íþyngjandi og allt í lagi að þær breytist milli ára eða taki hlé.“

Áttu einhverja minnisstæða páskaminningu síðan þú varst barn?

„Gula páskastellið hennar Áslaugar ömmu minnar er í miklu uppáhaldi og ég svo heppin að eiga í dag. Að fá heitt kakó úr því var toppurinn. Ætli það verði ekki sú hefð sem ég mun halda í hvað mest.“

Hvernig páskaegg dreymir þig um?

„Góð spurning! Ætli ég myndi ekki panta mér Daim-páskaegg ef ég gæti látið mig dreyma.“

Hvernig væru hinir fullkomnu páskar í hinum fullkomna heimi?

„Gott páskaegg, gott fólk, góður reiðtúr og góður svefn.“

Feðginin Sigurbjörn Magnússon og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Feðginin Sigurbjörn Magnússon og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »