Bjarni bólusettur með AstraZeneca

Bjarni Benediktsson hefur fengið fyrsta skammtinn af bóluefni AstraZeneca.
Bjarni Benediktsson hefur fengið fyrsta skammtinn af bóluefni AstraZeneca. Ljósmynd/Facebook

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk bólusetningu við kórónuveirunni í dag. Bjarni fékk efni frá AstraZeneca.

Astra komið á sinn stað. Gaman að sjá framkvæmdina í Laugardalshöll, allt til fyrirmyndar. Það birtir til,“ skrifaði Bjarni á Facebook í dag. Brynjar Níelsson þingmaður, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Bubbi Morthens og Kári Stefánsson eru einnig allir komnir með efni frá AstraZeneca.

Bjarni klæddist stuttermabol frá Dokkunni brugghúsi í bólusetningunni sem er lítið brugghús á Ísafirði. 

mbl.is