„Prófaðu eitthvað sem þú hefur ekki prófað áður“

Angelina Jolie leikur í kvikmyndinni Those Who Whish Me Dead …
Angelina Jolie leikur í kvikmyndinni Those Who Whish Me Dead sem sýnd er um þessar mundir í kvikmyndahúsum landsins. mbl.is/skjáskot Instagram

Ef marka má leikkonuna Angelina Jolie er lífið ekki alltaf einfalt og allir ganga í gegnum eitthvað.

„Ég upplifði mjög erfitt tímabil nýverið sem mig langar ekki að tala um. Ég upplifði einnig  erfitt tímabil þegar ég missti móður mína. Það var alls ekki neitt sem ég vildi fara í gegnum.

Mig langaði að leika í kvikmyndinni Those Who Wish Me Dead því hún fjallar um konu sem þarf að finna styrkinn innra með sér. Það talaði til mín.

Ég er alltaf að segja við börnin mín að tilgangur lífsins sé að prófa eitthvað sem við höfum ekki gert áður. Að standa uppréttur þrátt fyrir erfiðleikana og gefa til samfélagsins. Það er nokkuð sem ég hef trú á,“ segir Jolie. mbl.is