Alin upp á listrænu heimili

Hendrikka Waage er alin upp á listrænan hátt.
Hendrikka Waage er alin upp á listrænan hátt.

Hendrikka Waage hefur verið á Íslandi frá því í janúar á þessu ári en er nú á leið aftur til Bretlands. Hún hefur verið að vinna að tveimur nýjum skartgripalíum sem koma á markað í haust; önnur línan er tengd náttúrunni og hin sögulegum atburði.

„Eitt af mínum áhugamálum hefur alltaf verið að mála. Ég hef stundað nám við Art Academy of London samhliða starfi mínu og hef haldið tvær myndlistarsýningar á Íslandi sem gengu mjög vel. Ég mála litríkar portrettmyndir af konum sem ég kalla Dásamlegar verur (e. wonderful beings) vegna þess að ég fæ sjálf svo mikla gleði af því að mála þær. Ég vona að það sjáist. Þetta er einfalt mótíf af konum með eitt eyra.“

Hendrikka segir áhuga sinn á myndlist tilkominn vegna móður sinnar.

„Æskuheimilið var mjög listrænt og móðir mín að mála frá því ég man eftir mér. Ég hef starfað sem skartgripahönnuður lengi og því hefur listsköpun komið eðlilega til mín. Ég byrjaði að mála Dásamlegar verur eftir námið þar sem ég fékk mjög jákvæðan meðbyr frá kennara mínum sem hefur hvatt mig áfram í myndlistinni. Ég nota sterka liti sem gera lífið litríkara.“

Hver er sagan á bak við málverkin?

„Það streyma endalaust til okkar upplýsingar úr öllum áttum og við erum heilaþvegin af hinu og þessu þannig að ég ákvað að hafa einungis eitt eyra á þeim því þú þarft ekki að vera að hlusta á allt sem er í gangi. Það er það sem ég túlka út úr þessu en ég vil leyfa áhorfandanum að túlka verkin á þann hátt sem hann sér það.

Innblásturinn hef ég sótt sérstaklega til tveggja merkilegra kvenna. Annars vegar Gloriu Vanderbilt, sem féll frá fyrir tveimur árum. Hún var mikil lista- og viðskiptakona. Síðustu árin fór hún að búa til afskaplega einlægar myndir sem hún sýndi á Instagram. Svo er það króatíska listakonan Ana Tzarev. Hún er stórkostlegur listamaður sem notar mikið þessa skæru liti. Hún hefur veitt mér mikinn innblástur.“

Hvað með fatnaðinn sem þú ert að gera með Áslaugu Magnúsdóttur? „Dásamlegu verurnar mínar prýða stuttermaboli og hettupeysur hjá Kötlu, sem er vörumerki Áslaugar. Þetta er mjög skemmtilegt verkefni sem við ákváðum að fara í saman og koma bolirnir í takmarkaðri útgáfu.

Samstarfið okkar heitir Katla X Hendrikka.“

Samstarfið var tilkynnt opinberlega fyrst á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, hinn 8. mars, á þessu ári. „Það hefur verið áhugavert að vinna með Áslaugu því hún fer svo nýjar leiðir og lætur umhverfisverndarsjónarmið ætíð ráða för. Hægt er að nálgast bolina og hettupeysurnar á www.katla.com.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál