Solla Eiríks og Elías hvort í sína áttina

Solla Eiríks og Elías Guðmundsson.
Solla Eiríks og Elías Guðmundsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Solla Eiríks og Elías Guðmundsson hafa ákveðið að fara hvort í sína áttina. Parið hnaut hvort um annað fyrir um tveimur áratugum og hafa þau unnið mikið saman í gegnum tíðina. 

Þegar Solla og Elías kynntust rak hún veitingastaðinn Grænan kost ásamt Hjördísi Gísladóttur. Staðurinn hafði ríka sérstöðu vegna þess að hann var einn af fáum stöðum sem seldu grænmetismat og voru ekki með hveiti, sykur og ger í matnum. 

Seinna opnuðu Solla og Elías veitingastaðinn Gló en seldu hann fyrir um ári. Í dag rekur Elías veitingastaðinn Héðin Kitchen and bar og Solla skrifar matreiðslubækur, eldar ofan í stórstjörnur, selur heiminum vítamín og sinnir frumkvöðulsstarfi á sviði heilsu og matreiðslu. 

Solla greinir frá því á facebook-síðu sinni að þau séu skilin eftir 19 ára ástarsamband. 

Smartland óskar Sollu og Elíasi góðs gengis í lífinu! 

mbl.is