Svandís ætlaði aldrei í stjórnmál

Svandís Svavarsdóttir var gestur Snæbjörns Ragnarssonar.
Svandís Svavarsdóttir var gestur Snæbjörns Ragnarssonar.

Þegar Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var ung sá hún ekki fyrir sér að hún myndi fara í stjórnmál vegna þess að hún myndi aldrei komast undan samanburði við hugsjónir föður síns. Faðir hennar, Svavar Gestsson, var stjórnmálamaður og var í stjórnmálunum alla hennar æsku. Sem barn stjórnmálamanns fann hún á eigin skinni að allir hefðu skoðun á faðir hennar og stjórnmálum hans. Svandís var gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpsþáttunum Snæbjörn talar við fólk. 

Í staðinn ákvað hún að vinna með heyrnarlausum varðandi réttindabaráttu og styrkingu íslensks táknmáls, í gegnum málvísindi. Í kjölfarið vann hún í 14 ár á Samskiptastöð heyrnarlausra. Það segir Svandís hafa verið hennar leið til að hafa jákvæð áhrif á samfélagið.

Árið 2003 gekk Svandís í flokk Vinstri Grænna á svipuðum tíma og faðir hennar sagði skilið við stjórnmál á Íslandi. Í ár hefur Svandís verið 15 ár í framboði fyrir VG og segist vilja halda því áfram sé það vilji flokksins.

Svandís lýsir pabba sínum sem miklum áhugamanni um fólk, á öllum aldri. Hann hafi ávallt viljað heyra hennar skoðun og ef hann var henni ekki sammála innti hann hana eftir rökum fyrir skoðun sinni; það var ekki í boði að halda einhverju fram án þess að geta rökstutt það. Þau tvö voru miklir vinir og nutu þess að skiptast á skoðunum.

„Pabbi kemur utan af landi, hann kemur – elst upp við lítil efni. Þannig að það er alveg, kemur alveg frá hjartanu hjá honum að berjast gegn fátækt, berjast fyrir jöfnuði. Þannig að hann kemur svo öflugur þaðan bara af eigin reynslu og skilningi á því að þetta snýst um samfélagið allt. Og það er fólk sem að á of mikið, sem þarf ekki meira, sem getur lagt meira að mörkum og það eru aðrir sem vinna myrkranna á milli en eiga samt ekki nóg. Og þetta er í raun og veru grundvallaratriði,“ segir Svandís.

„Óréttlætið sem fellst í misskiptingunni og fellst í því að sumir eru ríkir án þess að hafa fyrir því á meðan að aðrir eiga ekki nóg. Það er það sem að drífur mig áfram. [...] Þegar ég er sem heilbrigðisráðherra að segja „heyrðu, við þurfum að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga“ – þetta er svona frasi þar sem allir sofna einmitt –sem þýðir í raun og veru [...] „þú átt ekki að þurfa að horfa í peninginn þegar þú ferð á heilsugæsluna.“ Þannig að á mínum tíma hefur það verið lækkað úr 1200 kalli í 500 kall. Og einhver myndi segja, „heyrðu, hver á ekki 1200 kall?“ [...] En það er alveg til í dæminu að nákvæmlega þessi 700 kall skipti máli fyrir þig og barnið þitt,“ segir Svandís.

Nær alla sína fullorðinstíð hefur Svandís reynt að aðskilja hinar ýmsu hliðar lífs síns. Hún eignaðist sitt fyrsta barn tvítug og fór með tvö börn í háskólanám, og ákvað að hólfa lífið niður: taka ekki skólann með til barnanna og gefa sér afmarkaðan tíma í námið á móti. Í dag reynir hún að halda vinnunni og heimilislífinu aðskildu, jafnvel þótt hún sé heilbrigðisráðherra á erfiðum tímum. Auðvitað er það ekki ávallt hægt en Svandís reynir að halda þessu aðskildu eftir bestu getu.

Svandís og hennar fyrrverandi maður byrjuðu bæði í sama kórnum, skildu sínu sambandi og enduðu bæði með að finna nýjan maka í sama kórnum. Síðan þá hafa þau öll fjögur tekið þátt í kórnum þegar völ er á og eru enn miklir vinir.

Um þann mikla ólgusjó sem fyrirfinnst í pólitíkinni og hvernig henni gangi að takast á við ófyrirsjáanlegar vendingar. Sjálf er hún góð í að takast á við óvæntar uppákomur sem þessar.

„Einhvern tímann sagði einhver „já, þú sérð [...] hvaða mann fólk hefur að geyma þegar það lendir í því að taskan kemur ekki á færibandið.“ [...] Hvað gerirðu þegar hlutirnir fara öðruvísi en þú ætlaðir? Og hvernig bregstu þá við? Þetta er svona gott vasapróf á það. Þú getur alveg séð fyrir þér ef þú hugsar um fólkið í kringum þig [...] hverjir eru góðir í því að bregðast við því þegar að taskan kemur ekki? Sumir eru bara ... ansi góðir í því. Alveg mjög góðir í því, finna bara út úr því [...] meðan að aðrir bara fá taugaáfall [...] En þetta er svolítið lífið, sko. Lífið er svolítið þannig að einn daginn þá bara kemur ekki taskan.“

Viðtalið við Svandísi má finna á hlaðvarpsvef mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál