Þórunn Antonía tróð upp í afmæli Elíasar Guðmunds

Þórunn Antonía með afmælisbarninu sjálfu Elíasi Guðmundssyni.
Þórunn Antonía með afmælisbarninu sjálfu Elíasi Guðmundssyni. Ljósmyndir/Elsa Katrín Ólafsdóttir

Glatt var á hjalla á Héðni Kitchen & Bar á miðvikudagskvöldið þegar veitingamaðurinn Elías Guðmundsson fagnaði 50 ára afmæli sínu. Tónlistarkonan Þórunn Antonía tróð upp í afmælinu en Herra hnetusmjör skemmti gestum einnig. 

Veitingastaðurinn Héðinn Kitchen & Bar er í eigu Elíasar og Viggós Vigfússonar en hann var opnaður með pomp og prakt í júní sem leið. 

Margt var um manninn í afmælisveislunni en á meðal gesta voru til dæmis ljósmyndarinn Björn Steinbekk, fasteignasalinn Hannes Steindórsson, hlaðvarpsstjarnan Helgi Jean Claessen og sjónvarpsmaðurinn Þorsteinn Joð. 

mbl.is