Villt kynlíf og vímugjafar í forgrunni

Sveinn Andri Sveinsson, lögfræðingur, ætlar greinilega ekki að missa af …
Sveinn Andri Sveinsson, lögfræðingur, ætlar greinilega ekki að missa af fyrstu skáldsögu Rannveigar Borgar. mbl.is/Árni Torfason

Rannveig Borg Sigurðardóttir lögfræðingur áritaði nýútkomna bók sína, Fíkn, í Eymundsson Skólavörðustíg í gær. Skáldsagan hefur nú þegar vakið talsverða athygli lesenda sem gefa henni góða dóma fyrir meðal annars frumlegheit og raunsæi. Bókin slær nýjan og djarfan tón og hristir upp í jólabókaflóðinu sem virðist eilítið lágstemmdara en skáldsaga Rannveigar er.  

Bókin fjallar um líf Ellerts sem umturnast þegar hann heillast af myndlistarkonunni Freyju Negroni, sem hefur nýlega snúið heim frá Ítalíu eftir erfiðan skilnað. Hann reynir að fylgja Freyju eftir í tryllingslegri rússíbanareið þar sem fíkn er yfir og allt um kring. Villt kynlíf og vímugjafar virðast aldrei langt undan. Lygarnar og svikin vinda upp á sig.

Rannveig, sem búsett er í Sviss, hefur undanfarið lagt stund á meistaranám í fíknifræðum við King's College í Lundúnum og hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir skrif sín um ýmsar hliðar fíknar.

Rannveig Borg las upp úr fyrstu skáldsögu sinni, Fíkn, í …
Rannveig Borg las upp úr fyrstu skáldsögu sinni, Fíkn, í Eymundsson Skólavörðustíg í gær. mbl.is/Árni Torfason
mbl.is/Árni Torfason
mbl.is/Árni Torfason
mbl.is/Árni Torfason
mbl.is/Árni Torfason
mbl.is/Árni Torfason
mbl.is/Árni Torfason
mbl.is/Árni Torfason
mbl.is/Árni Torfason
mbl.is/Árni Torfason
mbl.is/Árni Torfason
mbl.is/Árni Torfason
mbl.is