Stjarnfræðilegt myndband Wessman-hjónanna

Róbert Wessman og Ksenia Shakhmanova gengu í hjónaband í gær …
Róbert Wessman og Ksenia Shakhmanova gengu í hjónaband í gær í Frakklandi. Ljósmynd/christianothstudio

Róbert Wessman forstjóri Alvogen og Ksenia Shakhmanova gengu í hjónaband 21. ágúst. Nú hefur Róbert deilt myndbandi úr eigin brúðkaupsveislu á Instagram. Athöfnin fór fram í kastala í Frakklandi og klæddist hann hvítum smóking jakka og hún var í blúndukjól með blúnduslöri. 

Hjón­in fengu einn eft­ir­sótt­asta blóma­hönnuð heims til að gera skreyt­ing­ar í veisl­una enda legg­ur parið mikið upp úr því að umbúðir séu glæsi­leg­ar. Blóma­hönnuður­inn heit­ir Jean Char­les Vaneck og er á lista Vanity Fair yfir áhrifa­mestu blóma­skreyt­inga­gæja heims. Brúðkaups­veisl­an sjálf var skipu­lögð af Sumptu­ous Events Par­is.   

Hóp­ur af Íslend­ing­um var viðstadd­ur gift­ing­una. Þar á meðal Bjarki Diego lögmaður á BBA Legal og eig­in­kona hans, Svan­hvít Birna Hrólfs­dótt­ir; Auður Ein­ars­dótt­ir og Ásbjörn Gísla­son hjá Sam­skip­um; Anna Mar­grét Jóns­dótt­ir fyrr­ver­andi feg­urðardrottn­ing og Árni Harðar­son hægri hönd Ró­berts Wessman. Ein­ar Bárðar­son var einnig á meðal gesta og þar var líka Jök­ull Júlí­us­son í Kal­eo en hann spilaði í veisl­unni.  

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið sem rammar inn stemninguna: 

mbl.is