Davíð leitar að ástinni á Tinder

Davíð Sigurgeirsson leitar að ástinni.
Davíð Sigurgeirsson leitar að ástinni. Skjáskot/Instagram

Tónlistarmaðurinn Davíð Sigurgeirsson er búinn að skrá sig á stefnumótaforritið Tinder. Davíð stendur nú í skilnaði við söngkonuna Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur en saman eiga þau tvö börn. 

Greint var frá því í byrjun september að Davíð og Jóhanna væru skilin að borði og sæng. Nú í nóvember var svo greint frá því að Jóhanna væri komin í samband með Ólafi Friðrik Ólafssyni og þau ættu von á barni. 

Davíð hefur gert það gott í tónlistargeiranum undanfarin ár og spilað með fjölda íslenskra tónlistarmanna. 

Smartland óskar Davíð góðs gengis á stefnumótaforritinu!

Skjáskot/Instagram
mbl.is