Davíð og Jóhanna Guðrún skilin að borði og sæng

Davíð Sigurgeirsson og Jóhanna Guðrún Jónsdóttir eru skilin að borði …
Davíð Sigurgeirsson og Jóhanna Guðrún Jónsdóttir eru skilin að borði og sæng. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tónlistarhjónin Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Davíð Sigurgeirsson eru skilin að borði og sæng. Þau gengu í hjónaband í Garðakirkju 2018. 

Hjónin hafa verið áberandi hvort á sínu sviði en líka unnið mikið saman. Jóhanna Guðrún þykir ein af framúrskarandi söngkonum landsins og hefur hún tekið þátt í ýmsum ævintýrum eins og að keppa fyrir Íslands hönd í Eurovison. Svo söng hún hinn ódauðlega smell Baggalúts, Mamma þarf að djamma, sem allar einhleypar mæður landsins sungu hástöfum á börum borgarinnar. 

Davíð er gítarleikari, útsetjari og kórstjórnandi sem hefur notið velgengni á sínu sviði. 

Smartland óskar þeim góðs gengis á tímum sem þessum! 

mbl.is