Jólin komu snemma hjá ABBA-aðdáendum

Hljómplatan ABBA Voyage, frá sænsku hljómsveitinni ABBA mun eflaust leynast í nokkrum jólapökkum forfallinna ABBA-aðdáenda þessi jólin.

ABBA-aðdáendur, og jafnvel aðdáendur Hringadróttinssögu, geta svo tekið upp prjónana fyrir jólin og prjónað sér ABBA-jólapeysu.

Það gerðu í það minnsta Björn Ulvaeus, liðsmaður ABBA, og breski leikarinn Ian McKellen, sem þekktastur er fyrir túlkun sína á Gandálfi í Hringadróttinssöguþríleiknum og þríleiknum um Hobbitann sömuleiðis.

McKellen virðist vera mikill aðdáandi sveitarinnar en hann birti myndband af sér og Ulvaeus með prjóna í höndum, greinilega að vinna í samstæðum ABBA-peysum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »