Jón og Hafdís saman í 19 ár

Jón Jónson og Hafdís Björk Jónsdóttir árið 2017.
Jón Jónson og Hafdís Björk Jónsdóttir árið 2017. mbl.is/Stella Andrea

Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson og tannlæknirinn Hafdís Björk Jónsdóttir eru búin að vera saman í 19 ár. Hjónin byrjuðu saman á unglingsaldri og hafa verið saman síðan þá. 

Saman í 19 ár,“ skrifaði Jón á Instagram um helgina og birti fallega mynd af þeim hjónum. 

Nítján ár er langur tími en hjónin eru ekki gömul. Þau hafa verið saman meira en hálfa ævina. Jón er 36 ára og Hafdís árinu yngri eða 35 ára. Þau gengu í það heilaga í Dómkirkjunni sumarið 2017 og eiga saman þrjú börn. 

Fjölmargir óskuðu hjónunum til hamingju með öll árin saman. „Fegurð ekkert nema fegurð,“ skrifaði tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens. „Yndis hjón,“ skrifaði sjónvarpsstjarnan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir. Tónlistarkonan Bríet skilaði líka kveðju. mbl.is