Bílakjallarinn er uppáhaldsstaður áhrifavaldanna

Samfélagsmiðlastjörnurnar Sunneva Eir Einarsdóttir, Birgitta Líf Björnsdóttir og Fanney Ingvarsdóttir.
Samfélagsmiðlastjörnurnar Sunneva Eir Einarsdóttir, Birgitta Líf Björnsdóttir og Fanney Ingvarsdóttir. Samsett mynd

Bílakjallarinn er uppáhaldsstaður íslenskra áhrifavalda. Nei, bílakjallarinn er ekki nafn á nýjum skemmtistað heldur er staðurinn bara jafn óspennandi og hann hljómar – niðurgrafið bílastæði. Samfélagsmiðlastjörnum hefur tekist að gera bílakjallara að einhverjum vinsælustu myndatökustöðum á landinu. 

Ef þú vilt taka mynd af þér eins og áhrifavaldur taktu þá mynd í bílakjallara. Mjög margar samfélagsmiðlastjörnur eiga það sameiginlegt að hafa birt mynd af sér í bílakjallara. „Klassísk úr kjallaranum,“ skrifaði áhrifavaldurinn Fanney Ingvarsdóttir til dæmis þegar hún birti mynd af sér úr bílakjallara nú í janúar. 

Bílakjallarinn undir Hafnartorgi og Hörpu er sá allra svalasti en áhrifavaldar stilla sér einnig upp í öðrum bílakjöllurum. Hvort sem það er hrátt útlit bílakjallara sem heillar eða einfaldlega sú staðreynd að það er hlýtt og engar gular viðvaranir þar skal látið ósagt. 

Hér má sjá nokkrar samfélagsmiðlastjörnur sem eiga það sameiginlegt að hafa birt myndir af sér úr bílakjöllurum. mbl.is