Instagram: Ást í Washington

Samsett mynd

Landsmenn koma vel undan vetri ef marka má Instagram-færslur síðustu viku. Sumarið kom svo sannarlega í síðustu viku og því var svo sannarlega fagnað. Smartland tók saman það helsta. 

Stjörnuparið Nadine Guðrún Yaghi samskiptastjóri Play og Snorri Másson fréttamaður skelltu sér til Washington D.C. í Bandaríkjunum og birtu í kjölfarið af sér fyrstu paramyndina á Instagram. 

View this post on Instagram

A post shared by Snorri Másson (@snorri4)

Skóhönnuðurinn Andrea Röfn Jónasdóttir fór með dóttur sinni á hafnarboltaleik á Fenway Park í Boston í Bandaríkjunum. 

View this post on Instagram

A post shared by Andrea Röfn (@andrearofn)

Tónlistarkonan Bríet klæddi sig upp.

View this post on Instagram

A post shared by BRÍET (@brietelfar)

Athafnamaðurinn Egill Fannar Halldórsson er staddur á Grikklandi um þessar mundir og heimsótti nýverið bæinn Kastellorizo. 

Áhrifavaldurinn og förðunarfræðingurinn Guðrún Sörtveit birti fallegar myndir af sér. Hún gengur nú með sitt annað barn. 

Uppistandarinn og rithöfundurinn Halldór Laxness Halldórsson frumsýndi tvo sjónvarpsþætti í gærkvöldi og fagnaði því. Hann baðst einnig afsökunar á því að taka of mikið pláss. 

Áhrifavaldurinn og förðunarfræðingurinn Elín Erna Stefánsdóttir skellti sér út á lífið í fjólubláum jakka og í silfruðum kúreka stígvélum. 

Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, birti fallegar myndir frá síðustu dögum. Hún gengur nú með sitt fyrsta barn en hefur verið á fullu í tónleikahaldi síðustu daga og vikur. 

Berglind Guðmundsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skellti sér til Spánar með fjölskyldunni en tók sumarið með sér heim. 

Leikkonan Brynja Guðmundsdóttir, eða Brynja Kúla, fagnaði degi jarðarinnar og birti fallegar myndir af sér úti í náttúrunni. 

Knattspyrnustjarnan Rúrik Gíslason heldur áfram að koma á óvart. Hann greindi frá því á dögunum að hann hefði komið fram í dulargervi í górillubúningi í sjónvarpsþætti. Hann langar til að búa til meiri tónlist í framtíðinni. 

Tónlistarmaðurinn Daði Freyr Pétursson er á tónleikaferðalagi og sefur ekki heima hjá sér þessa dagana. 

Líf Birgittu Lífar Björnsdóttur gæti ekki verið betra. Sólin er komin og hún er ástfangin upp fyrir haus. 

Samfélagsmiðlastjarnan Nadía Sif Líndal fór ánægð inn í helgina og sýndi fylgjendum sínum glæsilegt húðflúr sem hún er með. 

Sunneva Eir Einarsdóttir viðskiptafræðingur var í Róm á dögunum. Hún á hinn fullkomna kærasta sem nennir að taka myndir af henni eins og sést á fallegum myndum úr ferðinni. 

Eftir erfiða viku tók tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir lagið í Eldhúspartý fm957. Hún var að sjálfsögðu flottust og fínust. 

View this post on Instagram

A post shared by SVALA (@svalakali)

mbl.is